Hin blessađa Fésbók!

Fésbókin (Facebook) er að margra mati snilldin ein, hvort sem þú býrð í öðru landi og vilt halda sambandi við vini og vandamenn, býrð í öðru bæjarfélagi og ert pínu forvitin hvað er að gerast hér og þar, ert í hóp vegna verkefnis í skólanum, saumaklúbbshóp eða jafnvel í hóp fyrir enska boltann þar sem að komandi leikir og úrslit eru rædd. Hins vegar er þessi elska sannkallaður tímaþjófur og er hún sjaldan jafn spennandi eins og þegar prófvertíðin hefst, mikið afskaplega er það nú skrítið hversu Facebook verður gríðarlega vinsæl þegar maður er að hlusta á fyrirlestur eða glósa, ahh ég ætla aðeins að kíkja (samt leit ég inn á hana fyrir 10 mínútum síðan), enn alltaf heldur maður að maður sé að missa af einhverju en vitum það líka mætavel að svo er ekki.

Hún er einnig frábær staður fyrir listamenn til að koma sér á framfæri, ég tek dæmi um nýlegt atvik sem er hljómsveit sem kallar sig Walk Off The Earth sem tók eitt vinsælasta lag síðasta árs "Somebody that I used to know" með listamanninum Gotye og smellti því í nýjan búning þar sem að fimm meðlimir hljómsveitarinnar sungu lagið ásamt því að spila öll saman á gítar samtímis, þetta varð til þess að hljómsveitin fékk deilingar frá Youtube á Facebook og gekk þetta myndband um vefinn eins og eldur í sinu, þar af leiðandi komst hljómsveitin á blað, fór í hin ýmsu sjónvarpsviðtöl og þætti.

Facebook er sívinsæl hér á landi hvort sem að þú ert 15 ára eða 55 ára og eiga vinsældir þessarar samskiptasíðu án efa eftir að aukast með komandi kynslóðum, munum þó eitt lömbin góð að missa okkur ekki í einhverri neikvæðisvitleysu eða of miklum "póstum" eða "deilingum" á síðunni vinir okkar fá alveg stundum nóg af of miklu upplýsingaflæði, einnig er gott að hafa í huga að "aðgát skal höfð í nærveru sálar", sumt sem við skrifum eða "póstum" getur sært, elskum friðinn og njótum þess að vera til og já í guðanna bænum munum eftir að "logga" okkur út-það er aldrei að vita hvað vinum og vandamönnum dettur í hug að skella á vegginn ykkar þegar þið sjáið ekki til.

Rannveig Jónína Guðmundsdóttir.Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir