Hinir óséðu listamenn

Mynd, Kristín
Þegar farið er um Akureyrarbæ má víða sjá veggjakrot eða graff. Sumt hefur verið gert með samþykki eigenda húsa en annað er gert í skjóli nætur. Oftar en ekki er þetta krot og krass en inná milli sjást listaverk. Þeir sem eru að graffa nota undirgöng og auða veggi fyrir striga til að túlka list sína. Þegar gengið er í gegnum undirgöng sem liggja undir Borgarbrautinni hér á Akureyri má sjá þar nokkur listaverk sem hafa verið gröffuð. Mörgum bæjarbúum þykir þetta ekki vera prýði og vilja helst að þetta sé með öllu bannað. En hver vill lifa í samfélagi þar sem fólk má ekki tjá sig á þann hátt sem hentar þeim. 

 


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir