Hjátrú Íslendinga

Páskaliljur

Kaffi: sá sem lćtur rjómann í kaffiđ á undan sykrinum giftist ekki nćstu sjö árin. Ţeir sem drekka heitt kaffi verđa ófríđir en ţeir sem drekka ţađ kalt fríkka. Ţeir sem drekka mikiđ kaffi verđa aftur á móti geđvondir. Ţađ er ýmist taliđ láns- eđa ólánsmerki ađ fá óvart tvćr teskeiđar í kaffibolla. Rćđst ţađ af ţví hvort hlutađeigandi er ungur eđa gamall, giftur eđa ógiftur. Sumir segja ađ ţá muni hann halda veislu innan skamms eđa lenda í veislu hjá öđrum. Ađrir segja ađ viđkomandi haldi skírnarveislu, eignist tvíbura innan árs eđa ađ hann sé leynilega trúlofađur. Nái menn ađ drekka loftbólurnar, sem myndast á yfirborđi kaffisins ţegar ţví er hellt í bolla, verđa ţeir vellríkir.

Draumar: Ekki er sama hvar eđa hvenćr menn dreymir drauma. Draumar sem mann dreymir síđdegis segja fyrir um jákvćđari atburđi en draumar sem mann dreymir á nóttunni eđa morgnanna. Ţeir draumar sem menn dreymir međ vaxandi tungli rćtast fljótt en sé ţverrandi tungl ţegar menn dreymir rćtast ţeir draumar seint. Ákveđin fyrirbćri í draumum virđast menn almennt túlka á svipađann hátt s.s. ađ hvítar kindur bođi snjókomu, óhreinindi séu fyrir miklum afla eđa öđrum gróđa. Oft birtast látnir menn í draumum og eru ţá yfirleitt međ áríđandi skilabođ en ţeir geta einnig veriđ ađ vitja nafns og eru mörg dćmi um slíkt. 

 

Hestar: Hesta verđur ađ járna réttsćlist svo ađ verđ gangi vel. Byrja skal á hćgri framfćti, ţá á ađ járna hćgri afturfót, síđan vinstri afturfót og loks vinstri framfót. Sagt var ađ ferđin gegni eins og fyrsti naglinn ţegar hestar voru járnađir. Margir telja sig geta merkt veđurbreytingar á atferli hesta einsog margra annarra dýra og sýnist ţá oft sitt hverjum. Svo dćmi séu tekin ţá er taliđ ađ ţegar hross híma á höm sé von á hrakviđri úr ţeirri átt sem ţau snúa sér undan. Ókyrrđ í hestum er kallađ kuldabrölt og veit einnig á illt veđur. Liggi hestar í haga ađ vetri til skellur á vont veđur. Velti hross sér um hrygg ađ aflíđandi vetri er ţađ góđs viti og ţá er sagt ađ ţau velti af sér vetrinum.

Páskar: Hér á landi er sagt ađ séu jól hvít verđi páskar rauđir en séu jólin rauđ verđi páskarnir hvítir. Séu páskar snemma og sólskin er og frost verđur töđubrestur um sumariđ. Góupáskar bođa annađhvort afar gott vor eđa mjög hart. Sumarpáskum fylgir oftast hart vor. Sé vont veđur í páskavikunni batnar veđriđ upp úr páskum. Milt veđur í páskavikunni bođar mjög slćmt veđur fljótlega eftir páska.

Núna er bara ađ bíđa og sjá hvort ađ taka megi örlítiđ mark á hjátrúnni ţar sem ađ páskarnir eru í nćstu viku.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir