Hlíðarfjall opnað

Margmenni var í fjallinu um helgina. Mynd: www.akureyri.net

Hlíðarfjall opnaði um liðna helgi og voru margir sem lögðu leið sýna í fjallið.

Mikil örtröð var í fjallinu um helgina, en þá var fyrsti opnunardagurinn í vetur. Þetta er viku á undan áður útgefinni áætlun, en stefnt hafði verið að því að opna 1. desember. Mjög gott veður var á laugardaginn og lögðu yfir 600 manns leið sína í fjallið sem er ein stærsta opnun í manna minnum. Mikill snjór er í fjallinu um þessar mundir og er þegar búið að opna allar lyftur, sem er ekki algengt á þessum tíma árs.

Komnir eru inn opnunartímar fyrir veturinn og má sjá þá inn á heimasíðu Hlíðarfjalls HÉR. Einungis er stefnt að því að vera með lokað 3 daga í vetur og eru tveir af þeim, aðfangadagur og jóladagur.

Síðastliðin helgi var því viðrburðarík í fjallinu og má búast við að það sé skemmtilegur skíðavetur framundann.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir