Byrjaði allt í strætó

Strákarnir í Diktu
Strákarnir í hljómsveitinni Diktu héldu tvenna tónleika á Græna hattinum síðastliðna helgi auk þess að koma fram á söngkeppni framhaldsskólanna, en það má segja að þar hafi allir sungið með af mikilli innlifun þegar þeir tóku lagið Thank You enda hefur lagið verið að slá öll met hér á landi í vinsældum. Fréttamaður landpóstsins fór og hitti þessa hressu stráka á bláu könnunni.

Hljómsveitin státar sig af fjórum metnaðarfullum strákum, þeim Hauki Heiðari söngvara, Jóni Bjarna sem spilar á gítar, Skúli sem er á bassanum og Jón Þór sem sér um trommurnar. Auk þess að spila í einni vinsælustu hljómsveit landsins eru þeir líka taldir vera ein menntaðasta hljómsveit Íslands enda söngvarinn lærður læknir, bæði Skúli og Jón Bjarni eru að læra kennarann og Jón Þór er í atvinnuflugmanninum.

Eftir að Skúli var búin að segja okkur skemmtilega sögu af kjúklingum og æxlum sem er að finna í þeim, byrjaði ég viðtalið og fyrsta spurningin var að sjálfsögðu hvernig þetta hafi allt saman byrjað en fyrir þá sem ekki vita hefur hljómsveitin verið starfandi síðan 1999. „Í stuttu máli hitti ég Hauk í strætó, við hinir vorum þá saman í hljómsveit og ég bauð honum á æfingu með okkur og þar með hófst þetta allt saman.“
Þeir félagar tóku svo þátt í Músik tilraunum vorið 2000, þar sem þeir lentu í öðru sæti en þess má geta að það ár vann rapparinn Erpur Eyvindarson. Eftir keppnina fóru þeir á fullt að vinna í tónlistinni sinni, semja og koma sér á framfæri bæði hér á landi og erlendis.

En hvaðan kemur nafnið Dikta? „Dikta er semsagt nafnorð sem við fundu í orðabók. Það þýðir að semja, ljúga eða skálda“, segir Skúli og Haukur bætir því við að á sænsku og norsku þýðir orðið Dikta að yrkja, „Þegar við vorum að fara að stofna heimsíðu voru sænskir aðilar búnir að taka yfir dikta.is, einungis til að geta selt það á 500.000 kr. Við afþökkuðu það boð og stofnuðu frekar heimasíðuna dikta.net sem var töluvert ódýrari kostur.“

Eftir þessa góðu sögu Hauks um uppruna heimasíðu hljómsveitarinnar spurði ég þá hvort það væri ekki erfitt að sameina vinnu eða skólann, fjölskyldulífið og vera svona öflugir í tónlistabransanum. Jón Bjarni sagði að þetta væri mikið púsluspil hjá þeim en þeir væru bara mjög góðir í að púsla. „Við erum að spila svakalega mikið þessa dagana og það getur verið mjög erfitt þegar maður er í vaktavinnu“ segir Haukur, „eins og í síðasta mánuði var ég að vinna á slysadeildinni og að reyna að spila líka og það var mjög erfitt. Maður hittir fjölskylduna sína lítið, ég man ekki hvenær ég sá mömmu mína og pabba síðast og svo sér maður stórfjölskylduna sína ennþá sjaldnar. En ég er þó á leið í frí til Orlando í níu daga, við gætum samt verið að spila alla þessa daga sem ég verð úti. Það er alveg búið að biðja okkur að spila tíu sinnum á þessum níu dögum sem ég verð í Orlando.“
Þeir voru þó allir sammála því að þetta væri þess virði, þeim finnst mikill forréttindi að fá að vera í hljómsveit sem gengur vel og hvað þá með bestu vinum sínum.

Þegar ég spurði þá hvort þeir hafi búist við því að verða svona vinsælir sögðu þeir að það hafi komið þeim á óvart hversu vel nýja platan fór af stað. Jón Bjarni sagði þá að markmiðið hjá þeim væri að gefa alltaf út nýja tónlist og á endanum myndi markhópurinn stækka. Haukur var þó aðallega ánægður með að þetta væri búið að vera að aukast jafnt og þétt í gegnum árin. Þó að vinsældirnar hafi farið upp úr öllu valdi eftir að þeir gáfu út Get It Together. Hérna áður fyrr hafði þeir alltaf verið stressaðir yfir því hversu margir myndu mæta á tónleika hjá þeim en síðust 3 árin hafi yfirleitt alltaf verið fullt á tónleikum. „Við lærum bara eftir hverja plötu hvernig er best að kynna hana. Markaðsetja sig rétt og vera duglegir að spila“ segir Jón Bjarni og bætir við að þeir séu fyrst og fremst tónleikaband og spili einungis sína tónlist.

Haukur vildi svo koma því á framfæri að hann kæmi að norðan, bara svona svo það kæmi fram. Eftir gott spjall um að hann væri að norðan, spurði ég þá út í það hvað af lögunum þeir væri í mestu uppáhaldi hjá þeim. Haukur sagði að hann gæti ekki gert upp á milli laganna, það væri bara eins og að velja á milli barnanna sinna, Skúli skaut því þá inn í að maður myndi bara velja það sætasta. Jón Bjarni sagði að honum hafi fundist mjög gaman að vinna að laginu Just Getting Started. „Mér finnst það mjög eftirminnilegt, það eru margir kaflar í laginu sem var erfitt að byggja upp og setja saman en þetta small svo saman á endanum“. Lagið sem kom upp í hugann hjá Jón Þór var Warnings, strákarnir fóru þá að hlæja og Haukur sagði mér að spyrja hann út í trommurnar, Jón Þór var fljótur að svara, „Mér finnst það bara skemmtilegt og flott lag, það er ekki út af trommunum í því.“
Skúli bæti því svo við að það væri að sjálfsögðu skemmtilegra að spila sum lög á tónleikum og önnur ekki.

Þarna var farið að líða á seinni hluta viðtalsins eftir mikla vitleysu og hlátur hjá þeim.
Ég spyr þá hvernig þeim finnst að spila á Græna hattinum. "Það er alveg brilljant, frábært að fá að spila fyrir sitjandi crowd og svo er soundið mjög gott þarna inni." Haukur vildi líka koma því að, að Haukur sem sér um Græna hattinn sé æðislegur og væri líka með svona æðislegt nafn. Jón Bjarni bæti þá við að hann mæti samt fara að gera eitthvað í þessum hundi sínu, en hann fékk hvolp nýlega. Áður en þeir stigu á svið á fimmtudagskvöldinu steig Haukur í hundaskítinn eftir að hafa verið búinn að vara strákana við því að það væri hundaskítur þarna, „Ég sá hundaskítinn og sagði við strákana að þeir ættu að passa sig því það væri hundaskítur á gólfinu, síðan fór ég að labba um gólfið og hita upp röddina og sá svo að það var búið að stíga í hundaskítinn og spurði Jón Þór hvort hann hafði verið að stíga í hann, svo var ekki og ég með skít undir skónum.“ Svo hlóu þeir en bætu við að það var einmitt ástæða þess að tónleikunum seinkaði þetta kvöld, vegna þess að Haukur var að þrífa hundaskít undan skónum sínum.

Að lokum spurði ég þessa hressu stráka hvað væri framundan hjá þeim. "Halda áfram að fylgja plötunni okkar eftir, mikilvægt að gera það líka eftir jól." „Svo er bara stefnan að því að vera hressir, margt í pípunum og ég á leið í frí til Orlandi“ bætti Haukur við.


Ester Ósk Árnadóttir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir