Hollt, gott og heimilislegt

Matartíminn í Hópsskóla á ađ vera gćđastund hjá nemendum. Mikilvćgt er ađ ţessi tími dagsins sé notalegur, börnin nćrist vel og viđhafi góđa siđi. Í vetur er sérstök áhersla lögđ á ađ kennarar fylgi nemendum sínum í hádegismat, sitji hjá ţeim og ađstođi.
Fjölskyldufyririrtækið Skólamatur ehf. í Reykjanesbæ eldar hádegismat í flestum grunnskólum á Reykjanesi og kaupir Grindavíkurbær þjónustu fyrirtækisins. Samstarfið hefur verið farsælt í 13 ár. Að sögn Fannýjar S. Axelsdóttur mannauðs- og samskiptastjóra Skólamats hefur skólamaturinn alltaf gengið vel í Grindavík. 
En margt hefur auðvitað breyst frá því að við byrjuðum að þjónusta skólann fyrir 13 árum. Þá var maturinn sendur heitur úr Keflavík en núna er maturinn eldaður í mötuneyti skólans. En grautar, súpur og sósur koma heitt á staðinn. Allt salat í salatbar er skorið niður á staðnum til að tryggja ferskleika," segir Fanný.

Þátttaka nemenda í mataráskrift var lengi lægri í Grindavík en í öðrum skólum sem Skólamatur þjónustaði. En fleiri voru að nýta sér að kaupa stakar máltíðir í lausasölu. Þetta hefur breyst og nú eru flestir að nýta sér mataráskriftina. Þátttakan í mataráskrift er nú hærri í Grindavík en víðast annarstaðar. Skólamatur sér fyrir sér að auka úrval af hollustuvörum sem verða til sölu í mötuneytinu í grunnskólanum. Eins og t.d. heimasmurðar samlokur og langlokur, boozt o.fl.

Mikil ábyrgð

„Með því að elda hádegismat fyrir grunnskóla tökum við á okkur mikla ábyrgð. Ábyrgðin liggur m.a. í því að að bjóða upp á hollan hádegismat sem nemendur vilja borða og for-eldrar og sveitarfélög vilja greiða fyrir. Mataráskrift í skólamötuneyti er alltaf valkostur sem fólki stendur til boða. Þá geta nemendur tekið með sér nesti að heiman.

Í okkar fyrirtæki er starfað eftir nákvæmum þjónustusamningum sem gerðir eru við sveitarfélög og byggja á opnum útboðum. Þar er tekið á verðum, uppbyggingu matseðla, hreinlæti og hollustu matarins. Sveitarfélög, starfsfólk skóla, foreldrar og nemendur fylgjast náið með því að maturinn í skólanum þeirra stand-ist væntingar og uppfylli þjónustusaminga. En okkar markmið eru ekki aðeins að uppfylla samninga heldur einnig að bæta skólamatinn. Það gerum við best í samstarfi allra sem að skólamatnum koma og þannig teljum við að okkur hafi tekist að gera matinn hollari, betri og heimilislegri en hann var fyrst þegar að við hófum að elda í grunnskólum. T.d. hafa matvælaframleiðendur getað framleitt hráefni eftir sérstökum óskum okkar, sem byggja á tillögum næringarfræðinga, foreldra og nemenda," segir Fanný.

Skoðanir neytenda og smekkur á mat eru sem betur fer ekki alltaf eins, en mötuneyti er byggt upp þannig að það henti sem flestum. Skólamatur hefur sett sér einkunnarorðin: Hollt, gott og heimilislegt.

Læknisvottorð vegna sérfæðis

Þeir sem hafa ofnæmi, óþol eða önnur einkenni og þola ekki þann mat sem í boði er gefst kostur á að panta sérfæði gegn framvísun læknisvottorðs. 

„Ástæða þess að við krefjumst læknisvottorðs er sú að aðeins þannig getum við tryggt að matbúið sé eftir læknisfræðilegum þörfum. Einnig er ástæðan sú að við þurfum sönnun fyrir því að um læknisfræðilegar orsakir sé að ræða en ekki matarsmekk eða persónulegt mat á einstökum matartegundum," segir á heimasíðu Skólamats.

Þar segir jafnframt: „Við sem störfum hjá Skólamat erum afar stolt af okkar fyrirtæki og þeim árangri sem við höfum náð á undanförum áratug. En þróunarstarfið hættir aldrei, í samstarfi okkar við bæði heimili og skóla."

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir