HOLLUR MATUR!

Hvað við eigum að setja ofan í okkur.Hvernig mat er best að borða? Er kannski í lagi að éta kók og pullu í hvert mál? eða er það jafnvel að stytta líf okkar?Hvernig mat við eigum að borða?

Jú við erum lífverur og alveg eins og plöntur þurfa gott regn og góðan jarðveg, þá þurfum við góða næringu og öll nauðsynleg lífsefni, til að geta viðhaldið okkur og átt gott langt heilbrygt líf! Allar hamingjusamar verur vilja, lifa sem lengst og eiga góða hamingjusama ævi(bíddu tengist það mataræði) Já, það gerir það.

Hvað er þá best fyrir mig að borða?  Hér kemur smá klisjukenndur listi, sem höfundur fann eftir nokkra leit á síðum veraldarvefsins.

1. Kjöt, fiskur og Egg

Öll nauðsynleg efni sem við þurfum, góð og sterk orka, prótein og hollasta fita sem völ er á. Auk þess geta þessar matvörur  verið mjög grennandi séu þær notaðar rétt. Samt er ekki sama hvernig kjöt eða fisk er að tala um, mikið unnin vara er eitthvað sem þarf að varast og skoða áður en er látið inn fyrir sínar varir. 

2.  Ávextir og Grænmeti

Gott á milli mála, hefur mikið af hollum vítamínum sem þú þarft og getur ekki fengið úr kjöt eða fiski. Getur innbyrgt mikið magn án þess að vera taka mikið af kaloríum inn í líkamann því ávextir og grænmeti er yfirleitt mjög létt og gott. 


3. Smjör fita og rjómi.

Ekki eins óhollt og þú heldur, en ætti ekki að borða í óhófi 

4. Hnetur og fræ

hollt og gott fyrir líkamann og saðsamt.

Fyrir þá sem hafa áhuga á hollum lífstíl og að lesa sér meira til um gott mataræði, þá bendi ég einstaklingum á vefsíðuna www.kriskris.com 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir