Hommakoss fjarlægður

Hommakoss bannaður á Face Book
Samskiptasíðan Face Book fjarlægði koss milli tveggja karlmanna af síðunni sinni.

Það var mannréttindarfélag sem er staðsett er í Madrid sem setti myndina á Face Book síðu félagsins. Vegna kvartana fólks um að myndin stríddi á móti siðferði þeirra ákvað sérstök siðanefnd á vegum síðunnar að fjarlæga myndina.

Mikil mótmæli urðu í kjölfarið meðal samkynhneigðra og gagnkynhneigðra í Madrid og var krafist að myndin yrði sett aftur inná síðuna. Mótmælendur  veltu meðal annars fyrir sér afhverju mynd af kossi tveggja karlmanna færi meira fyrir brjóstið á fólki heldur en koss milli gagnkynhneigðra para og hvort að stjórnendur síðunnar lifðu ekki á 21. öldinni.

Myndin fór aftur fyrir nefnd innan Face Book stofnunarinnar og var niðurstaðan sú að myndin væri ekki siðferðislega röng og báðu þeir aðstandendur félagsins afsökunar að hún hafi verið fjarlægð af vefnum. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir