Hoppuðu úti hálf berir á bóndadaginn

Bóndadagurinn er hefð sem rekja má langt aftur í tímann. Margt hefur þó breyst í gegnum tímanna rás og hefðir nútímans gjörólíkar þeim er voru við líði í gamla tímanum. 

Rætur bóndadagsinsá má rekja til þorrans sem þýðir fjórði mánuður vetrar og byrjar í þrettándu viku vetrarins með bóndadegi. Í gamla daga segir að á bóndadag hafi húsbóndi farið, allra manna fyrstur, á fætur og gengið út. Síðan segir sagan að húsbóndi hafi verið á skyrtunni einni fata, berfættur og ber um lærin, en farið í aðra föðurlandsskálmina og dregið hina á eftir sér. Eftir þessar kúnstir býður húsbóndi  loks þorrann velkominn með því að hoppa á öðrum fæti, í múnderíngu sinni, umhverfis bæinn.

Langt er síðan þess lags kúnstir tíðkuðust á Íslandi á bóndadaginn og dálítið spaugilegt að hugsa til þess að svona hafi þetta verið. Bóndadagurinn hefur alltaf átt sinn sess í lífi pistlahöfundar sem finnst fátt annað skemmtilegra en að krydda hvundaginn og koma makanum á óvart. Blómabúðir bæjarins bjóða einnig upp á ýmis tilboð í tilefni dagsins eins og t.d. Býflugan og Blómið sem býður öllum þeim sem kaupa blóm að fara tveir fyrir einn út að borða á La Vita E Bella. Einnig fylgir þorrabakki þeim blómvöndum sem kosta meira en 5.500 krónur. Pistlahöfundur er þó hrifnari af fyrri kostinum en þeim síðari enda aldrei verið mikið fyrir hið síðarnefnda þó honum finnist þetta verið sniðugt og skemmtilegt uppátæki. Pistlahöfundur er líka rómantískur og ætlar að koma sínum bónda á óvart í dag og sér fyrir sér rómantískt kvöld framundan, heima yfir góðum mat og kertaljósi og jafnvel splæsir í flösku af góðu rauðvíni með. Karlmenn nær og fjær, til hamingju með daginn.

Heimild, Námsgagnastofnun. http://www.nams.is/i-dagsins-onn/thorrinn/nr/186


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir