Horft um öxl: Jóhannes Birkiland

Harmsaga æfi minnar: Hvers vegna ég varð auðnuleysingi Jóhannes Birkiland (1886-1961) fæddist í Skagafirði tíunda ágúst árið 1886 og alinn upp í Uppsölum í Blönduhlíð en þótt hann sé þekktastur undir nafninu Jóhannes Birkiland þá var hann í raun Stefánsson. Foreldrar hans voru Stefán Sveinsson bóndi og Steinunn Lárusdóttir ráðskona. 

Jóhannes er sagður vera ein sérstæðasta persóna sem bókmenntasögur íslands hafa séð á 20. öld og er flestur kveðskapur hans á íslensku talinn frekar miðlungs þó orti hann góð ljóð á ensku. Hann er einnig einu íslendingur fyrr og síðar sem hefur verið úrskurðaður í ríkisfangelsi án þess að gerast brotlegur og ekki fengið neinn dóm. Eftir að hann sagði upp vistun sinni á Litla-Hrauni eftir að ósættir komust milli hans og samvistamanna þar byrjaði hann að ritstýra stærsta menningarriti sem hefur verið gefi út á Íslandi. Þegar Jóhannes skrifaði ævisögu sína átti hún sig enga líka meðal íslenskra rita. Þessa bók kallaðu hann Harmsaga æfi minnar eftir að hafa eytt mestum hluta ævi sinnar í auðnuleysisráfi um tvær heimsálfur. Jóhannes byrjar bókina með þessum orðum: 

  "Á síðustu árum hafa ýmsir menn látið í ljós við mig furðu sína varðandi þá staðreynd að ég  hefi orðið draumórum og auðnuleysi að bráð. Því verður leitast við að svara í þessu riti. "

Einnig fylgdi miði með fyrstu 500 eintökum af bókinni sem hljóði svona: 

 "Sá sem greiðir kr. 100,00 fyrir þessa bók gerir það til þess að styrkja fjölskyldu Birkilands í  mjög örðugum kringumstæðum. Bæði móðirin og faðirinn eru heilsubiluð. Þau eiga þrjár mjög  ungar dætur."

Í kringum 1908-1909 var lífið ekkert að brosa mikið við Jóhannesi, hafði hann misst starf sitt sem þingritari og var atvinnulaus þann vetur. Var þetta mjög harður vetur og bjó hann við kröpp kjör og eftir þetta lá leiðin beint í Vesturheim. Jóhannes sagði frá að hann hefði hlotið vilyrði og mjög góðar móttökur og hafði einnig fengið 300 krónur til farannar frá föður sínu, sem var mikill peningur á þeim tíma. Þegar til Vesturheims var komið hóf Jóhannes skriftir sínar og er til ein skáldsaga eftir hann. Því miður er lítur út fyrir að það vanti aftast í bókina en sagan er ljós í helstu atriðum. Hefur aðeins tekist að hafa upp á einu eintak af bókinni og er það í vörslu á Landsbókasafni Íslands. 

Stíll Jóhannesar er leiftrandi og skáldlegur á köflum og tekst mjög vel að svegja mál og stíl að sínum þörfum. Sem er frekar furðulegt þar sem enskan hjá honum var langt frá því að vera fullkomin. 

Hvað varðar líðan og persónueinkenni Jóhannesar í ævisögu hans þá lýsir Þorsteinn Antonsson honum ágætlega í bók sinni Ljósberar og lögmálsbrjótar, þorsteinn skrifar að hann hafi verið að mestu leiti fastur í sínu eigin ímyndunarafli og mótsagnakenndur í öllu sínu fari. Einnig nefnir Þorsteinn að hann hafi verið einfari og ekki verið mikil samleið á milli Jóhannes og persónuleika hans. Er því ekkert skrítið að sálgerð hans hafi verið samferðfólki hans íllskiljanleg, hvað það ekki óskiljanleg.

Óhætt er að segja að bókin Harmsaga æfi minnar er ein skemmtilegasta bók sem þessi penni hefur nokkurn tíman lesið. Hún er sorgleg, fyndin og hreint út sagt skrifuð á meistaralegan hátt. Allt á sama tíma. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir