Horft um öxl: Káinn - Kristján Níels Júlíus Jónsson

Nú er Káinn sárt að sjá
í solli rekka
sitja hjá og horfa á
er hinir drekka.
-Káinn


Kristján Níels fæddist á Akureyri árið 1860 en fluttist til Vesturheims árið 1878. Hann bjó í Norður-Dakota frá 1883 og var einhleypur alla sína ævi, var fjósamaður lengst af og var frekar drykkfelldur. Þá segir rithöfundurinn Bill Holm að Káinn hafi verið einn almerkasti maður sem hafi búið í Norður-Dakota. Það var árið 1920 þar sem bókin Kviðlingar kom út en hún hefur að geyma heildarsafn hans af ljóðum. 

Káinn var eitt af merkustu gamanskáldum sem hafa ort á íslenskru tungu og tók hann sig ekki alvarlega sem skáld, skáldskapur hans var mest megnis tækifæriskveðskapur. Þessi kveðskapur var iðjulega fullur af fjósamennsku, gamansemi, dægurmálum og mörgu öðru. Steinn Steinarr stendur honum hvað næst hvað varðar beitingu þversagna í kveðskap og í mörgum vísum hjá Káinn blandar hann íslensku og ensku af stakri snilld. 

Berja og skamma þyrfti þig, 
þrællinn grimmi. „Svei þér!“ 
Hættu að gjamma og glefsa í mig:
 „Go to hell and stay there!“ 
(Kristján N. Júlíus (K. N.): Kviðlingar og kvæði. Richard Beck gaf út. Reykjavík 1945) 

Mörg af ljóðum hans til barna eru hreinir geimsteinar. 

Síðan fyrst ég sá þig hér, 
sólskin þarf ég minna.
Gegnum lífið lýsir mér 
ljósið augna þinna. 
(Kristján N. Júlíus (K. N.): Kviðlingar og kvæði. Richard Beck gaf út. Reykjavík 1945) 

Gott dæmi um hversu orðheppin hann er hægt að sjá í þessari vísu þar sem kona ein var að gagnrýna drykkjuskap hans.

Gamli Bakkus gaf mér smakka 
gæðin bestu öl og vín. 
Honum á ég það að þakka 
að þú ert ekki konan mín. 
(Kristján N. Júlíus (K. N.): Kviðlingar og kvæði. Richard Beck gaf út. Reykjavík 1945) 

Það er ekki hægt að segja að vera fyndinn og sjá spaugilegu hliðini í lífinu sé algengasti eiginleiki Íslendinga. Það hefur hins vegar eitthvað sem Káinn hefur í miklum mæli. Hann hafði þennan kost að láta fólk njóta náðargáfu sinnar hvort sem það var í bundnu eða óbundnu máli. Það var í hag flestra að fara ekki í orðkast við hann. Hollast var að taka hann ekki of hátíðlegan eða reyna leggja skilning í allt sem hann sagði, þó lá oft alvara á bakvið spaugið hjá Káinn líkt og Mark Twain.

Ljóðabók hans, Kviðlingar, er hrein dásemd að lesa. Klárlega ein af betri ljóðabókum sem er eftir íslenskan höfund. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir