Hrekkjavaka

Mynd tekin af vefsíðu: http://www.mercergov.org
Á morgun þann 31.október er Hrekkjavaka og munu margir í Bandaríkjunum og víða um heim ganga í hús til að sníkja nammi uppáklæddir í alls kyns búninga.

En hvað er Hrekkjavaka og af hverju er hún haldin hátíðleg?

Hrekkjavakan á rætur sínar að rekja í Keltneska trú en samkvæmt henni er verið að þakka fyrir uppskeru sumarsins og komu vetrarins fagnað.

Ástæðan fyrir því að fólk klæðir sig upp í búninga er vegna þess að búningarnir voru notaðir í gamla daga til þess að dulbúast gegn draugum og illum öndum.

Hrekkjavakan verður samt án efa með breyttu sniði á austurströnd Bandaríkjanna þar sem að fellibylurinn Sandy hefur sett allt á annan endann með flóðum, roki og rafmagnsleysi.

Nánar má lesa um hrekkjavökuna hér.Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir