Hressandi hristingar!

Mynd - Halla Mjöll

Í sumar keypti ég mér dásamlega bók, Safaríkt líf heitir gersemin og er algjör skyldueign. Bókin er stútfull af girnilegum og gómsætum þeytingum sem dekra við kroppinn og fríska upp á húðina. Höfundur bókarinnar er engin önnur en Þorbjörg Hafsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur að mennt og næringarsérfræðingur. Þorbjörg hefur rannsakað mataræði í yfir tuttugu ár og er algjör snillingur þegar kemur að  hollu mataræði. Safaríkt líf er fjórða bók Þorbjargar, en bækur hennar hafa náð miklum vinsældum. Ég hef tekið saman nokkra af mínum uppáhalds þeytingum og langar deila þeim með ykkur. 

Rauður draumur

Þennan fagurrauða og fallega hristing er einfalt að töfra fram, auk þess er hann ótrúlega bragðgóður og frískandi. Hann er stútfullur af hollustu fyrir huga og líkama. Þorbjörg bendir á að Rauði draumur henti mjög vel konum sem þjást af bjúg, þar gerir vatnsmelónan kraftaverk, en hún er vatnslosandi á góðan og náttúrulegan máta.

270 gr vatnsmelóna (afhýdd)
1 dl hreinn granateplasafi
150 gr frosin jarðarber
1 ½ dl sojajógúrt (ef vill)
rifinn börkur af ½ sítrónu

Ljúfur

Ljúfur er eiturgrænn og frískandi! Þorbjörg ráðleggur að hafa agúrkuhýðið með í þessum drykk. Hýðið inniheldur efni sem hjálpar meltingunni ásamt því að vera stútfullt af B- og C-vítamíni. Til að bæta um betur mælir hún með því að setja 7-8 fersk basilíkublöð út í drykkinn. Engifer er persónulegt uppáhald í þessum hristing og gefur hressandi bragð.

120 gr kantalópumelóna
½ agúrka með hýði
safi úr ½ sítrónu
1 ½ msk hökkuð engiferrót
6 ísmolar
20 blöð mynta

Mangó gleði

Þessi sólskinsdrykkur er algjört lostæti. Mangó er mjög ljúffengur ávöxtur og er einnig ríkur af beta karótíni sem er mikilvægt efni fyrir frumurnar í líkamanum okkar. Þorbjörg segir þennan hristing henta vel eftir ræktina og tilvalið að bæta út í hann próteindufti, þá er hann kjörinn fyrir þreytta vöðva og eftirbrennslu. Ég set hrísmjólk í stað þess að setja kókosmjólk, mæli með því fyrir þá sem eru ekki mikið fyrir kókos. Algjör unaður!

1 vel þroskaður mangó
8 ísmolar
safi úr 1 sítrónu
1 dl kókosmjólk
 

Þessa hristinga, sem og alla hina í bókinni er ótrúlega auðvelt að útbúa, hráefnin einfaldlega sett í blandara. Þorbjörg mælir sterklega með því að byrja daginn á heilsusamlegum drykk. Ferskur heilsudrykkur bætir orku og heilbrigði auk þess að hann kemur jafnvægi á prótín og fitusýrurnar. Ég hef notað þessa bók mikið og mæli eindregið með henni til ánægju og yndisauka.

 


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir