Hrikaleg endalok höfðingja úr Eyjarfjarðarsveit

Glæsilegur
Það virðist ætla verða dapurleg ævikvöldin hjá Gusti frá Hóli II. Höfðingi eins og hann er á skilið betri örlög en hann hlýtur líklega í haust. Nú hefur stjórn hrossaræktarsambandanna, sem eiga Gust, tekið ákvörðun og ríkir mikil reiði meðal hestamanna víða um land. Þar sem ekki allir vita um hvað málið snýst þá ætla ég að segja ykkur aðeins frá þessum gæðing sem Eyjarfjörður hefur alið af sér og afhverju fólk er ekki sátt með niðurstöðu hrossaræktarsambandanna.

Gustur er fæddur árið 1988. Hann er undan Gáska frá Hofsstöðum og Öbbu frá Gili. Árið 1994 var hann sýndur á Landsmóti Hestamanna á Hellu og fékk hann 8,57 í aðaleinkunn og hlaut þá fyrstuverðlaun. Þá var hann aðeins 6 vetra gamall. Gustur fellur léttilega inn í hóp bestu og glæsilegustu stóðhesta Íslands. Undan honum hafa komið margir gæðingar og mörg fyrstuverðlauna hross. Nánast á hverju móti eru afkvæmi hans í efstu sætum. Gustur gefur af sér hæfileikarík, skrokkliðug og fremur hreingeng afkvæmi. Þau eru mjög geðgóð, þjál í lund og með góðan vilja.

            Gustur frá Hóli, knapi Ragnar Ingólfsson

Í vor fer Gustur í sæðistöku og ef sæðið er ekki nothæft á að fella hann í haust. Jafnvel þó ekkert sé að honum annað en að hann virðist vera hættur að gefa af sér afkvæmi. Þegar orðið fór að berast, að Gustur væri hættur að fylja og það ætti að fella hann í haust, sendu ræktendur Gust, Elísabet Skarphéðinsdóttir og Ragnar Ingólfsson, beiðni um að fá hann aftur heim, leyfa honum að leika sér um heimahaga og sjá um hann til æviloka, eins lengi og hann hafi heilsu til og þegar þar að kæmi heygja hann við hlið móður sinnar í heimahögum. Hrossaræktarsamböndunum að kostnaðarlausu. Í stað þess að þyggja boð þeirra og færa Gust heim í Hól eru sett skilyrði sem eru algjörlega út í hött. Jú, hann má fara heim í Hól í júní 2009 en bara með því skilyrði að hann verði feldur í september sama ár. En hesturinn er í topp formi og gæti alveg átt nokkur góð ár í viðbót. Núverandi eigendur eru bara að setja þessi fáránlegu skilyrði því þeir eru hræddir um að ræktendurnir gæti hugsanlega grætt á honum og þeir fengju ekkert í vasann fyrir. Þegar Gustur væri kominn í heimahaga þá færi honum að líða betur og færi þá hugsanlega að fylja á ný? Þetta er algjörlega röng ákvörðun hjá hrossaræktarsamböndunum. Það á ekki að fella hross sem eru í topp standi, hafa skilað vel af sér og verið manninum traustur og góður vinur. Þetta á Gustur ekki skilið, hann á skilið að fá að fara heim í Hól.

,,Enginn hestur hefur borið hróður þessara hrossaræktarfélaga jafn hátt og víða. Enginn hestur á frekar skilið að honum sé sýndur sá virðingarvottur og þakklæti að hann fái að afloknum farsælum ferli að njóta ævikvöldsins á heimaslóðum. Þetta er sá háttur allra hestamanna þegar þeir þakka reiðhesti sínum fyrir dygga þjónustu og farsælt samstarf að hann fái að leika sér í heimahögum, svo fremi sem heilsan sé í góðu lagi, nokkurs konar eftirlaun. Málið er einfalt, stjórnir sambandanna, sem eiga Gust, tóku ranga ákvörðun, endurskoðið hana nú þegar, þið verðið meiri menn fyrir vikið”segir Jón Ólafur, fyrrum formaður Léttis, hestamannafélag Akureyrar.

                         Fallegt er í honum töltið

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir