Í baráttu gegn hungri

Hungur er sársaukafullt
Framhaldsskólakennari spurði eftir hugmyndum, hvernig hann gæti fengið nemendur sína til að safna eins mörgum hrísgrjónum og þau gætu. Góð ráð komu inn á samskiptavefnum facebook til hans og meðal annars að hafa páskaegg í verðlaun. Ég varð forvitin um hvað hann væri að tala og þá sagði hann mér frá mjög sniðugri síðu sem er á Internetinu núna. Þar eru samtökin World food programm að berjast gegn alheims hungri og fyrir hvert svar sem fólk svarar rétt gefa þeir 10 hrísgrjónakorn til styrktar fátækra. Í spurningunum sem eru þar koma fram sjokkerandi staðreyndir um að hungur sé aðal heilsuvandamálið í heiminum í dag og einkum í Asíu. Þeir telja að ein af hverri sjö manneskjum í heiminum fari svöng að sofa á kvöldin. Í lokin kemur sú staðreynd upp að það kosti 0,25 bandaríkjadollara að fæða eitt skólabarn hollri fæðu yfir daginn og að það sé nægur matur fyrir alla í heiminum.

Þegar kom að því að ég átti að svara spurningunni um hvort það væri nægilegur matur í heiminum handa öllum var ég efins í andartak en hugsaði síðan um íslensk bakarí sem henda eða selja mjög ódýrt brauð daginn eftir því enginn vill dagsgamalt brauð, veitingarstaðina og fólkið sem leyfa mat og annað fólk sem borðar oft svo mikið að það þarf að leggja sig eftir á. Þessi staðreynd er svolítið umhugsunarverð, það er nægur matur í heiminum handa öllum og það ætti enginn að þurfa að fara svangur að sofa, eins og það er nú vont að vera svangur.

Þar sem ég er ekki enn búin að borða morgunmat og er svöng og á erfitt með að einbeita mér svaraði ég spurningakönnunni tvisvar og leið betur eftir á, ég hvet ykkur til að fara inn og skoða þetta líka

Hér má sjá síðuna. 

Guðfinna Árnadóttir


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir