Húðflúrun á Akureyri

Fyrsta húðflúr Hreinsa á aðra manneskju

Hreinn Logi Gunnarsson hefur verið að fikta við húðflúrun í vetur á Akureyri.  Þó er þetta eingöngu áhugamál í augnablikinu og á ábyrgð fórnarlambs.

Auðvelt er að verða sér út um húðflúrunarverkfæri í dag en Hreinn, betur þekktur sem Hreinsi, pantaði sér þau af netinu.  Hann hafði lengi velt fyrir sér hvernig væri að vera hinumegin við nálina.  Til að byrja með æfði hann sig á appelsínum en fljótlega langaði hann til að prófa alvöru húð.  Fyrsta fórnarlambið varð því hann sjálfur.  Hins vegar hefur honum tekist að æfa sig aðeins betur með hjálp duglegra vina og hefur gert fimm húðflúr í dag og stefnir lengra. 


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir