Hugleiđingar ritstjóra

Háskólinn á Akureyri / HÓS
Lífið er einn stór skóli, og nú þegar vormisserið er langt komið, er gott að staldra við og íhuga ýmislegt sem hefur borið við á þessum vetri, en einnig að velta fyrir sér hinum fjölmörgu verkefnum sem nú bíða nemenda og hrannast upp þessar vikurnar.
Þá er gott að fara og synda og velta verkefnunum fyrir sér á meðan maður syndir nokkur hundruð metra og slakar svo á í heita pottinum, ég mæli með þessu við samnemendur mína, fátt er betra en synda og slaka á áður en maður hefst handan við verkefnin sem framundan eru.

Og verkefnin eru mörg, en eitt er það sem fer í mínar fínustu taugar, það er umgengni samnemenda minna í skólanum, nokkrar skólastofur eru merktar þannig að þar er bannað að neyta matar og drykkjar, stofurnar eru merktar með táknmyndum og þvi er það spurning hvort sumir séu einfaldlega ekki læsir á slíkar merkingar frekar en sumir virðast ekki þekkja gangstéttir frá bílastæðum, þar sem ég sá í morgunn bílastæðavörðinn mættan til að sekta eina ferðina enn, hafa nemendur efni á að borga sektir trekk í trekk eða er svona erfitt að ganga nokkra auka metra, það leiðir hugann að þeirri forspá minni að þróun okkar verði þannig að á okkur verði meðfædd hjól í stað fóta, of margir leggja helst upp í dyrum ekki bara skólans heldur við verslanir og þjónustumiðstöðvar og sumir hika ekki við að leggja í stæði fatlaðra, hvað sem það á að þýða, virðist hugsunarleysið vera ansi mikið og erfitt að horfa á samnemendur mínar sýna slíkan skort á þroska eða tillitsemi við aðra, við erum jú í háskóla til að mennta okkur og verða betri manneskjur nema að ég sé að misskilja þetta eitthvað.

Ég hvet alla samnemendur mína til að hugsa fram á við og sýna að háskólinn sé stofnun sem við séum stolt af og viljum að sé gengið um eins og best verði á kosið, að rusl sé ekki velkomið á borðum í kennslustofum eða á göngum skólans okkar.
HREINN SKÓLI OKKAR SKÓLI.
Héðinn Ósmann Skjaldarson 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir