Hugleiðingar um Icesave

Bifreið forsetans við Hof/ HÓS
Nú þessa dagana eru landsmenn að fá inn um lúguna bækling um þjóðaratkvæðagreiðsluna um Icesave, úff enn einn ganginn erum við að þvarga um þetta mál.
Fátt hefur valdið eins miklum klofningi meðal þjóðarinnar en þessi innlánsreikningar útrásarbanka að nafni Landsbankinn.
Hvað varð um allar fúlgurnar sem runnu þarna í gegn og til Íslands?
Hverjir bera ábyrgðina?
Eigum við að greiða skuldir óreiðumanna?
Þjóðin skiptist í tvennt, Já hóp og Nei hóp, annar með 2 bókstafi, hinn með 3, maður veltur fyrir sér auglýsingum og slagorðum og maður verður bara þreyttur á hlusta á þrasið og röflið.
Nú á að kjósa á laugardaginn, hver niðurstaðan verður ekki alveg ljóst en eitt ljóst að þessar kosningar eru varla mælikvarði á lýðræði hér á landi, en samt er maður forsetanum þakklátur fyrir að fá að kjósa í þjóðaratkvæðagreiðslu, sem eru nýjabrum hér þar sem stjórnmálamenn okkar hafa í gegnum talið okkur ekki fær um að taka slíkar ákvarðanir, já þeir telja og töldu sig hátt yfir almenning hafinn og miklu færari um að taka ákvarðanir fyrir okkur, hvað hefur gerst og hví Icesave?

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir