Hundar og kettir þvegnir í vél

Margir hundeigendur kannast við þann vanda að gæludýrið er ekki alltaf hrifið af því að fara í bað. En nú hefur japanskt fyrirtæki hafið framleiðslu á þvottavél sem fullyrt er að nota megi til að þvo bæði hunda og ketti, segir í frétt Jyllandsposten.

Framleiðendur staðhæfa að vélin geti ekki gert dýrinu nokkurn skaða. Vatnið getur ekki orðið meira en 35 gráðu heitt, þvotturinn tekur 35 mínútur. Dýraverslunin Dog World í Tókýó er þegar búin að festa kaup á vél. „Ég prófaði hana fyrst sjálf til að vera viss um að hún væri þægileg og örugg fyrir dýrið,“ sagði Ayana Tada sem vinnur hjá Dog World. Ekki kemur skýrt fram í fréttinni hvort starfsmaðurinn hætti eigin lífi og fór sjálfur í vélina.

Vélin kostar aðeins 10 dollara eða tæpar 1.300 krónur. Aðeins hafa verið framleiddar 10 vélar til þessa en fyrirtækið segir markaðinn stóran.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir