Flýtilyklar
Hvað ávinnst með því að nota LED perur?
Hér er að finna smá fróðleik um perur og mismuninn á því að nota glóperu Edison og LED perur. Meðal annars endingu, ljósmagn og kostnað. Ásamt því að gera okkur hugmynd um eftir hvað langan tíma LED perurnar fara að skila okkur hagnaði. Borgar sig að hlaupa til og henda glóiperu sem er í lagi til að kaupa LED peru?
Samanburður á perustærðum, ljósmagni LED og glóperu.
Til að auðvelda samanburð hafa framleiðendur ákveðið að nota ljósmagnsstaðalinn Lúmens (lm) sem mælieiningu á perum sem lýsir í allar áttir í staða þess að nota wött.
Ef um kastaraperur er að ræða þá er notaður staðalinn Kandela (Cd) sem mælir birtu sem beinist aðeins í eina átt.
Hér er samanburður á glóperum og LED perum, orkunotkun LED perunnar er mismunandi eftir framleiðendur og gerð perunnar.
0 – 200 lúmens (lm) LED pera( orku um 2W) ≈ Glópera 15W
200 – 300 lúmens (lm) LED pera (orku um 3,5W) ≈ Glópera 25W
300 – 500 lúmens (lm) LED pera (orku um 7,5W) ≈ Glópera 40W
500 – 700 lúmens (lm) LED pera (orku um 10W) ≈ Glópera 60W
700 – 1200 lúmens (lm) LED pera (orku um 13W) ≈ Glópera 75W
1200 – 2500 lúmens (lm) LED pera (orku um 18W) ≈ Glópera 100W
Eitt af því sem gjörbreytist við að skipta úr glóperu yfir í LED peru er hitinn sem peran myndar. Hiti af LED peru er nánst enginn. Í ljósstæði sem gefið er upp fyrir að hámarksstærð glóperu sé 60W, þá er það hitinn af perunni sem takmarkar stærðina, t.d. gæti glerið yfir ljósstæðinu sprundið vegna hita. LED perur hitna mjög lítið og því ekkert vandamál að setja 700 – 1200 lúmens LED perur í staðinn fyrir 60W glóperu til að fá meira ljósmagn þ.e.a.s ef umfang (stærð) perunnar leyfir.
Samkvæmt rannsóknum er talið að hver pera á heimili logi í um 2,75 klst á dag að meðaltali, um 1.000 klst á ári. Samkvæmt gjaldskrá Rarik og Orkusölunnar (nóv. 2015) þá kostar hver kílówattstund 13 kr. Wattstund sem er sú orka sem þarf til að láta 1W peru loga í 1 klst. það er 1/1000 af kilówattstundinni, verðið á wattstundinni er 0,013 kr. Ending glóperu er um 2000 klst (2 ár), ending LED peru er um 25.000 klst. (25 ár) þær algengustu. Eru á bilinu 15.000 - 25.000 klst. (15 – 25 ár). Verð á 40W og 60W glóperu í dag er um 150 kr. og verð á sambærilegum LED perum er 400 lúmen (lm) á 990 kr. og 600 lúmen (lm) 1.590 kr.
Ofangreinar forsendur voru notaðar til að reikna út samanburð á kostnaði við annars vegar orkunotkun á perunum og hins vegar heildarkostnað, perur og rafmagn.
Hvað kostar orka fyrir 400 lúmen LED á móti 40W glóperu í eitt ár, 1.000 klst?
Orkukostnaður fyrir LED perunnar er 98 kr. en glóperunnar er 521 kr.
Hvað kostar orka fyrir 600 lúmen LED á móti 60W glóperu í eitt ár, 1.000 klst?
Orkukostnaður fyrir LED perunnar er 130 kr. en glóperunnar er 782 kr.
Það er talið að íbúðarhúsnæði á bilinu 40 – 70 fm. sé með um 20 perur, 70 – 100 fm. með um 25 perur, 100 – 130 fm. með um 30 perur og 130 – 170 fm. með um 40 perur. Þetta var sannreynt með talningu á heimilinu, stærð húsnæðis er ríflega 110 fm., perufjöldinn var 56 þegar útiljósin, leslampar, bakarofninn, ísskápurinn og örbylgjuofninn voru taldir með.
Þar af leiðandi var ákveðið að viðmiðunarhúsið notaði 30 perur, 15 perur voru hafðar 400 lúmen ≈ 40 W og 15 perur voru hafðar 600 lúmen ≈ 60W.
Hver verður fjárhagslegi sparnaðurinn í viðmiðunarhúsinu vegna orkunotkunar á líftíma LED perunnar? Ekki hávísindalega útreiknað með núvirðingu, verðbólgu og vaxtaspá. Heldur einungis horft á hvað kostar að lýsa eitt hús í 25 ára með glóperum og eitt hús í 25 ár með LED perum.
Það kostar 19.547 á lýsa eitt hús með glóperum í eitt ár, en það kostar aðeins 3.421 að lýsa eitt hús með LED perum í eitt ár, mismunur upp á 16.126 kr. á ári
Samanburðurinn á þessum 25 árum er sláandi, glóperuhúsið 488.681 kr. á móti LED peruhúsinu 85.519 kr. Mismunur upp á 403.162 kr., það er fjárhagslegi mismunurinn á að lýsa með LED eða glóperu hvað orkuna varðar.
Gefum þessu víðara samhengi og setjum perukostnaðinn inn í myndina. Það þarf einnig að kaupa perurnar. Það þarf 12,5 glóperur á móti einni LED peru í endingu. Kostnaðurinn af 30 glóperum er 4.500 kr. en 30 LED perum er 38.700 kr, þetta er kostnaðurinn við startið. Ekki er allt gull sem glóir.
En til þess að láta þessi glóperuna duga í jafnlangan tíma og LED perunar þarf að skipta 12,5 sinnum um glóperuna. Þar af leiðandi verður heildarútgjöld vegna perukaupa á 25 árum þessi: Glóperukostnaður 56.250 kr., en LED perukostnaður áfram 38.700 kr.
Þegar síðan eru bornir saman tveir aðilar, Glói sem setti 30 glóperu í húsið sitt á degi 1 og Leddi sem setti 30 LED perur á degi 1. Niðurstaðan var sláandi, að tveim árum liðnum þá voru báðir búnir að borga um það bil sama kostnaðinn í heildina, perur og orka. Allar perunar í húsi Glóa voru ónýtar en perunar í húsi Ledda eiga eftir að loga í 23 ár og spara 16.126 á hverju ári í þann tíma.
Það tekur um tvö ára að ná inn þeim fjárhagslega ávinning sem notkun á LED perum skilar, það er sami tími og endingartími glóperunnar. Ef ætlunin er að búa í húsnæðinu lengur en tvö ár skiptu þá yfir í LED þegar næsta pera fer. Það borgar sig ekki að henda strax glóperunni sem er í, fjárhagslegur ávinningurinn er enginn miðað við stutta endingartíma glóperunnar og verð á LED peru í dag.
Þessi samanburðir var gerður í byrjun nóvember 2015, verði breyting á verðhlutföllum á milli glóperu og LED peru eða rafmagnsverði frá þeim tíma þá breytast niðurstöðurnar. Ef LED peran verður hlutfallslega ódýrari, eða raforkuverð hækkar þá styttist ávinningstíminn.
Í þessarri úttekt þá voru eingöngu borin saman glópera Edison og LED pera, ekki Halogen pera eða Sparpera.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
Athugasemdir