Hvað er mínimalískur lífstíll?


Undanfarna mánuði hefur mikið verið fjallað um mínimalískan lífstíll hér á landi, bæði á frétta- og samfélagsmiðlum. Hópurinn Áhugafólk um mínimalískan lífstíl á Facebook telur nú tæplega 8,500 meðlimi. Þrátt fyrir þetta eru margir sem enn ekki átta sig hvað í þessu felst.

Í stuttu máli er það að fjarlægja allan óþarfa úr lífinu. Að hafa einungis þá hluti sem viðkomandi þarf og nýtur þess að eiga. Þetta snýst ekki einungis um það að eiga eins lítið og hægt er heldur frekar að eiga það sem gefur lífinu gildi. Mínimalískur lífsstíll er því ekki einhver ein rétt aðferð heldur er mismunandi milli einstakinga. Hver og einn finnur sína leið til að einfalda lífið.

Segja má að þetta sé í raun andsvar við þeirri miklu efnis- og neysluhyggju sem hefur verið ríkjandi í þjóðfélaginu síðustu ár. Að eiga minna frekar en meira og á sama tíma að auka lífsgæði sín þar sem í staðinn verður til meiri tími, peningar og frelsi.  Á sama tíma hefur hugleiðsla, jóga og önnur andleg ræktun aldrei notið meiri vinsælda og virðist sem breyting sé að verða á viðhorfi margra til hvað teljist til raunverulegra lífsgæða. Mínímalískur lífstíll þarf því ekki bara að eiga við um hluti á heimilinu heldur er hægt að yfirfæra hann yfir á flesta hluta lífsins og taka til í tölvupóstinum, símanum, á samfélagsmiðlum og eigin hugsunum. 

Til dæmis má lesa meira hér um mínimalisma og hér eru leiðbeiningar um hvernig hægt er að taka til hendinni á heimilinu.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir