Hvað er Krulla?

Mynd tekin af shbh.blogcentral.is
Mér finnst Krulla alltaf vera einhver framandi íþrótt sem ég skil ekki. Skilningur minn hefur verið sá að maður sé bara að ýta einhverjum bolta áfram á skautasvelli og ég hef engan veginn lagt í það að spila þess íþrótt né séð tilganginn í henni. Hér er því smá fróðleikur um krullusportið fyrir þá sem eru jafn mikið úti á túni og ég hvað krullu varðar.


Hvernig er krulla spiluð?Krulla er íþrótt sem leikin er á sléttum ís. Leikurinn felst í því að 20 kílóa granítsteini er rennt eftir endilangri braut þannig að hann endi sem næst miðju í svokallaðri höfn eða húsi á hinum enda brautarinnar.  

Hvaða útbúnað þarf í krullu?Leikmenn eru í sérstökum skóm þar sem sleipur botn er undir öðrum skónum eða venjulegum íþróttaskóm og er þá sleipur sóli settur undir annan skóinn til þess að hann renni betur (á vinstri fæti hjá hægri handar leikmanni og öfugt). Notaðir eru sérstakir kústar, hvort tveggja til að sópa svellið og hita það og líka til stuðnings þegar steini er rennt. Þeir leikmenn sem ekki eiga skó eða kústa geta notað kústa og sóla. Að öðru leyti er aðeins nauðsynlegt að mæta í hlýjum og teygjanlegum fatnaði og stömum og hreinumíþróttaskóm.

Hvernig fer leikur í krullu fram?Tvö lið með fjórum leikmönnum í hvoru liði eigast við í hverjum leik. Fyrirliðinn er yfirleitt nefndur skipper en hann stýrir liðinu og ákveður leiktaktík liðsins í samráði við liðsfélagana. Liðsstjóri stendur í höfn og gefur kastaranum merki um hvar hann vill að steinninn hafni. Þegar steininum er rennt er hann látinn snúast í þá átt sem liðsstjóri skipar fyrir og snýst steinninn á meðan hann rennur yfir leikvöllinn en þaðan er nafnið curling (krulla) komið. Vegna snúningsins fer steinninn ekki beina leið heldur í boga og eykst beygjan eftir því sem steinninn hægir á sér.  Í hvert sinn sem leikmaður rennir steini eru tveir liðsfélagar hans tilbúnir með sérstaka kústa. Sópararnir tveir hlýða fyrirmælum liðsstjórans eða ákveða sjálfir hvort þeir eigi að sópa svellið fyrir framan steininn eða ekki. Við það að sópa svellið hitnar efsta lag þess örlítið og steinninn rennur betur yfir en jafnframt beygir hann (krullar) minna eftir því sem hann rennur hraðar. (Heimild Tekin af vef sasport.is/krulla)

Já þar höfum við það. Fjöldamargir mæla með þessari óvenjulegri íþrótt og segja hana vera hina mestu skemmtun. Við sem höfum ekki prófað krullu ættum því að gefa þessari íþrótt hugsanlega séns, lesa leiðbeiningarnar hér að ofan og skella okkur á svellið. Aldrei að vita nema að maður fái strengi eftir allt sópið.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir