Hvađ er um ađ vera á Akureyri helgina 12.-14. október

Nú er helgin að fara að ganga í garð. Mikið verður um að vera í skemmtanalífi Akureyrar. Því ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.  

Skemmtanalífið  Föstudagur 12. október

Dátinn: Trúbadorakvöld. Fjórir trúbadorar munu spila. Stór á 350 kr. til miðnættis. Opið til kl. 04:00. 

Café Amour: Pétur guð. Maðurinn í spandexbuxunum með lakkrísbindið spilar vinsælustu 80´s og 90´s tónlistina í bland við það nýjasta. 

Kaffi Akureyri: DJ Ástrós mun halda uppi fjörinu til kl. 04. Stór úr krana 400 kr. Frítt inn. 

Græni Hatturinn: Stórsveit Samúel Jóns Samúelssonar halda tónleika. Miðaverð er 2.000 kr. Húsið opnar kl. 21:30 

Vélsmiðjan: Eurobandið mun spila fyrir dansi. Húsið opnar kl. 22:00. Miðverð 1.500 kr. 

Capone:  DJ Bóbó heldur uppi fjörinu til kl. 04:00. 

Laugardagur 13. október 

Café Amour: Einn heitasti úr borginni mun þeyta skífum. Við erum að tala um DJ Andri Ramirez með heitustu tónlistina í dag. 

Kaffi Akureyri: DJ Ástrós mun taka þráðinn þar sem frá var horfið. Opið til kl. 04:00. Frítt inn. 

Græni Hatturinn: Dúkkulísurnar verða með útgáfutónleika. Sérstakir gestir verða hljómsveitin The Ones. Húsið opnar kl. 21:00. Tónleikar byrja kl 22:00. Miðaverð 1.000 kr. Miðasala verður við innganginn. 

Vélsmiðjan:  Eurobandið mun sjá til þess að allir komist í dans stuð á Vélsmiðjunni. Húsið opnar kl. 22:00. Miðaverð 1.500 kr. 

Capone: DJ Bóbó mætir aftur á staðinn að sjá til þess að engum leiðist. Opið til kl. 04:00  

Enski boltinn á Café Amour

Laugardaginn 13. október

Ísland - Lettland. Kl. 15:40.  


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir