Hvað er um að vera á Akureyri helgina 2-4 nóvember

Nú er fyrsta helgi nóvembersmánaðar að ganga í garð og verður mikið um að vera í bæjarlífi Akureyrar.

Skemmtanalífið 

Föstudagur 2. nóvember

Sjallinn: Keppnin Herra Norðurland byrjar kl 21:00. Forsala aðgöngumiða er hafin í Vaxtarræktinni og Perfect. Eftir keppnina tekur stærsta Halloween partý landsins við. Dabbi Rún, Siggi Rún og Pétur Guð munu þeyta skífum. Verðlaun verða veitt fyrir flottasta búninginn kl. 03:00 og Sjallaskrímslið 2007 valið. Forsala á Halloween ballið er hafin í Dótakassanum. Miðaverð á ballið 1.500 kr.

Dátinn: DJ Birkir og DJ Partý Sússí munu halda uppi stuðinu á Dátanum.

Café Amour: DJ Andri Ramirez tekur helgina með trompi og setur allt á annan endann.

Kaffi Akureyri: Diskódísin heldur áfram með bestu tónlistina. Frítt inn.

Græni hatturinn: Ljótu hálfvitarnir munu vera með tónleika. Húsið opnar kl. 20:00. Miðaverð 1.500 kr.

Vélsmiðjan: Hljómsveitin Sixties mun spila fyrir dansi. Húsið opnar kl. 22:00. Frítt inn til miðnættis. Eftir það 1.200 kr.

Laugardagur 3. nóvember

Café Amour: DJ hússins heldur uppi stemmningunni og sér til þess að þú dansir með.

Kaffi Akureyri: DJ Ástrós er alveg óstöðvandi. Hún mun halda áfram að tæta og trylla.... Frítt inn.

Græni Hatturinn:  Jan Mayen, ÆLA og Hoffman verða með tónleika. Húsið opnar kl. 22:00. Miðaverð 1.000 kr. En 500 kr. fyrir námsmenn á Akureyri.

Vélsmiðjan:  Hljómsveitin Sixties mun taka upp þráðinn frá kvöldinu áður. Húsið opnar kl 22:00. Frítt inn til miðnættis. Eftir það 1.200 kr. 

Tónleikar

Föstudagur 2. nóvember

Nemendur úr Tónræktinni leika og syngja létta tónlist frá kl. 15:00-17:00 í Amaróhúsinu.

Sunnudagur 4. nóvember.

Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari og Selma Guðmundsdóttir píanóleikari verða með tónleika í Laugaborg kl. 15:00.

Enski boltinn

Laugardaginn 3. nóvember

Kaffi Akureyri

Fótboltaveisla. Arsenal – Manchester United kl. 12:45.

Chelsea – Wigan kl. 15:00.

Blackburn – Liverpool kl. 17:15.

Café Amour

Enska úrvalsdeildin. Arseanl – Man. Utd. kl. 12:25.

Blackburn – Liverpool kl. 17:15. 

Íþróttir

Föstudagur 2. nóvember

Skautadiskó verður í Skautahöll Akureyrar. Kl. 19:00-21:00

Bingó Sunnudagur 4. nóvember 

Bingó kl. 14:00 í Hamri. Spjaldið kostar 300 kr. Góðir vinningar í boði. 


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir