Hvað er um að vera á Akureyri helgina 28.-30. september

Þá er helgin að ganga í garð og þá er viðeigandi að skoða hvað er er um að vera á Akureyri um helgina. Margt er um að vera og ættu allir að geta fundið sér eitthvað við hæfi.

Skemmtanalífið

Föstudagur 28. september

Sjallinn:  Sprellmót Háskólans þar sem söngkeppni verður milli deilda sem endar með dansleik. Húsið opnar kl. 20 fyrir Háskólanemendur en á miðnætti fyrir aðra. Hljómsveitin Terlín spilar fyrir dansi eftir kl. 24. Frítt inn.   

Café Amour: Hinsegin helgi á Café Amour. DJ Dagný og DJ Eva mæta ásamt fylgdarliði og halda uppi stuðinu.

Kaffi Akureyri: DJ. Almar þeytir skífum allt kvöldið og heldur uppi rífandi stemningu. Frítt inn.

Vélsmiðjan: Rúnar Þór og hljómsveit. Húsið opnar kl. 22. Frítt inn til miðnættis en 1.200 kr. eftir það.

Laugardagur 29. september

Sjallinn: Dansveisla í Sjallanum. Plötusnúðar kvöldsins eru Ghozt og Brunhein, Sean Danke (Grétar G). 1.500 kr. inn.

Café Amour: Hinsegin helgi á Café Amour. DJ Dagný og DJ Eva mæta ásamt fylgdarliði og halda uppi stuðinu. 

Kaffi Akureyri: DJ. Almar þeytir skífum fram til kl. 04. Frítt inn.

Vélsmiðjan: Rúnar Þór og hljómsveit spila fyrir dansi. Húsið opnar kl. 22 og er frítt inn til miðnættis en 1.200 kr. eftir það.

Lón: Harmonikkudansleikur verður haldinn í Lóni frá kl. 22:00-02:00. Fyrir dansi spila: Haukur Ingimarsson, Gísli Brynjólfsson, Pálmi Stefánsson og félagar, Jóhann Sigurðsson og félagar og Hljómsveit Svanhildar.  

Enski Boltinn

Laugardagur 29. september

Kaffi Akureyri:

13:45 Tottenham – Arsenal

16:00 Birmingham – Man. Utd.

Café Amour:            

14:00 West Ham – Arsenal           

16:15 Birmingham – Man. Utd.   

Leikhús 

Sýningin Óvitarnir er komin á fullt skrið og eru fjórar sýningar um helgina. 

Fös. 28. sept. kl. 20:00

Lau. 29. sept. kl. 16:00

Lau. 29. sept. kl. 20:00

Sun. 30. sept. kl. 20:00  

Ýmislegt til afþreyingar 

Í tilefni af viku símenntunar býðu SÍMEY upp á frían fyrirlestur um The Secret eða Leyndarmálið laugardaginn 29. sept kl. 10-13 í húsnæði SÍMEY að Þórsstíg 4. Fyrirlesari er Jóna Björg Sætran, menntunarfræðingur. Frítt inn. 

Stafagöngudagurinn verður haldinn á laugardaginn næst komandi og í tilefni hans verða göngur  frá Vaglaskógi kl. 15 og frá Kjarnaskógi kl. 13:30. 

Ljóðagangan 2007 verður haldin laugardaginn 29. september kl. 13:30. Farið verður með rútu frá Amtbókasafninu og verður farið í Hánefsstaðareit í Svarfaðardal. Leiðsögn verður um sóginn og fjölbreytt ljóðadagskrá í tali og tónum. Allir velkomnir og aðgangur er ókeypis. 

Golfmót Þverá verður haldið laugardaginn 29. september á Þverá. Mótið hefst kl. 14 og er þátttökugjaldið 1.000 kr 

Vortónleikar Kórs Glerárkirkju. Sunnudaginn 30. september kl. 17. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Píanó: Daníel Þorsteinsson, Stjórnandi: Hjörtur Steinbergsson 

Kvikmyndadagar eru frá 27. sept. – 29. sept. í boði Kvikmyndaklúbbs Akureyrar. Myndirnar eru frá Alþjóðlegu kvikmyndahátðinni sem nú er haldin í Reykjavík, Reykjavík International Film Festival. Myndirnar verða sýndar í Borgarbíó. Hér er dagskrá helgarinnar:

Föstudagurinn, 28. september kl. 18.00

THE ART OF CRYING (Listin að gráta í kór) e. Peter Schønau Fog. Danmörk

Laugardagurinn 29. september kl. 18.00

FOREVER, NEVER, ANYWHERE (Ávallt, aldrei og hvarsemer) e. Antonin Svoboda. Austurríki 

Sunnudagurinn 30. september kl. 18.00

CRAZY LOVE (Tryllt ást) e. Dan Klores. Bandaríkin


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir