Hvað eru þið að spá?

Eru mikilvægustu málin á dagskrá?
Í gær slysaðist ég til þess að kveikja á sjónvarpinu um miðjan daginn á meðan ég dundaði mér við lærdóm. Þar sem nú er kreppa eru einu tiltæku sjónvarpsstöðvarnar á mínu heimili Rúv og Skjár Einn. Þar sem einungis voru hundleiðinleg tónlistarmyndbönd á Skjá Einum varð Alþingi á Rúv fyrir valinu.

Ég ætlaði mér nú ekki að horfa lengi á Alþingi þar sem hef ég ekki lagt það í vana minn hingað til auk þess sem ritgerðir og annað slíkt biðu mín í tölvunni fyrir framan mig. Ég gat hins vegar ekki hamið mig þegar ég sá og heyrði umræðuefnið sem var í gangi á Alþingi okkar Íslendinga. Nú á krepputímum, þegar allt er að falli komið og atvinnuleysi og fátækt ríkir á mörgum heimilum datt þingheimi í hug að ræða inngöngu NATO og hvaða þýðingu það hefur og hafði fyrir þjóðina á sínum tíma.

 Nú átta ég mig á því að það þarf auðvitað að ræða mörg svona mál, það voru jú liðin 60 ár síðan að Ísland gekk í NATO. Ég spyr hins vegar hvort ekki sé hægt að forgangsraða hlutunum aðeins betur? Hvers vegna þarf að ræða viðveru Íslands í NATO á tímum sem þessum. Hefði ekki verið hægt að halda bara fyrirlestur um inngöngu og störf Íslands í NATO á einhverjum öðrum stað á einhverjum öðrum tíma? Þingmenn hljóta að átta sig á því að mun mikilvægari mál bíða þess að fá afgreiðslu í þinginu, ég neita að trúa öðru enda mikið af sóma fólki sem situr á Alþingi. Þess vegna er mér ómögulegt að skilja þessa forgangsröðun.

Ég spyr því hvað þingmenn eru að spá? Er ég að borga þeim skattpening til þess að leysa þau vandamál sem fyrir eru hér á landi eða er ég að borga þeim til þess að halda greinagóðann fyrirlestur um NATO. Að mínu mati er nauðsynlegra að ræða innanríkismál núna en ekki að tala um sögu NATO á Íslandi og starfsemi NATO út í löndum. Ég biðla til þeirra einstaklinga sem sitja nú á Alþingi að forgangsraði málum betur nú á þessum síðustu og verstu tímum íslensku þjóðarinnar.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir