Hvað gerir Rob Ford næst?

Fordinn

Rob Ford borgarstjóri Toronto borgar í Kanada hefur mikið verið í fréttum síðustu misseri fyrir allt annað en að vinna vinnuna sína.

Rob Ford hefur heldur betur kynnt sig fyrir umheiminum á miður vafasömum forsendum. Hann afrekaði það að vera sviptur völdum í Toronto fyrir það að reykja krakk. Fyrir þetta komst hann í heimsfréttirnar og þetta var bara byrjunin. Næst kom myndband af honum fullum og hótandi manni lífláti. Þetta var ekki eina skiptið sem hann kemst klandur með áfengi og margir vilja meina ekki það síðasta. Ford eða Fordinn sem undiritaður kallar hann getur ekki einu sinni farið yfir götu án þess að lenda í vandræðum. Fordinn var í Vancuver til að vera viðstaddur jarðaför móður vinar síns þegar hann fór yfir götu, jú auðvita á rauðuljósi og var hann gripinn og sektaður af lögreglunni. Hann hefur nú verið sviptur völdum en neitar að gefast upp og telur alla þá sem stóðu að því að svipta hann völdum hafa syndgað og þetta væri nú ekkert annað en valdarán og lofar því að það verður blóðugt stríð í næstu borgarstjórnarkosningum. Við hér á landpóstinum fylgjumst spennt með því að sjálfsögðu. Hér til gamans má sjá hér Saturday Night Live gera grín af Fordinnum.

 

http://youtu.be/Rf7jK90IIG8


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir