Hvað varð um kónginn?

Jason Priestley

Jason Priestly átti tíunda áratuginn í sjónvarpi um allan heim, þar sem hann lék Brandon Walsh í hinum vinsælu þáttunum Beverly Hills 90210. Jason var meðal annars tilnefndur til Golden Globe verðlaunanna árin 1993 og 1995 en það er ekki allt, hann komst einnig tvisvar á lista The People Magazine yfir 50 fallegustu einstaklinga heims.

 Jason hætti í Beverly Hills 90210 árið 1998 en vann sem framleiðandi þáttanna til ársins 2000, þá var framleiðslu þáttanna hætt. Jason náði aldrei sömu hæðum í leiklistinni eftir að þáttunum lauk. Eftir 90210 fór hann að einbeita sér að leikstjórn, hann fékk áhuga á leikstjórn þegar hann var í Beverly Hills 90210 þar sem hann leikstýrði 9 þáttum. Jason er mikill áhugamaður um bíla og var hann atvinnumaður í Indy Pro kappakstrinum á tímabili. Árið 2002 slasaðist hann illa þegar hann ók bíl sínum á rúmlega 280 kílómetra hraða á vegg í upphitun fyrir kappakstur. Eftir áreksturinn var hann fluttur á sjúkrahús í lífshættu en hann náði sér að fullu nokkru seinna. Luke Perry sem lék Dylan McKay heimsótti hann oft á meðan endurhæfingu stóð enda eru þeir mjög góðir vinir. Jason hefur tekið að sér mikið af aukahlutverkum í gegnum tíðina og hefur hann leikið í þáttum á borð við Psych, My Name Is Earl, Medium og mörgum öðrum klassa þáttum. Í dag leikur hann aðalhlutverk í þáttunum Call Me Fitz sem eru geysivinsælir í heimalandi hans Kanada.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir