Hvalveiđar og hvalfriđunarsamtök

Skip Sea Shepherd sést hér rekast á Yushin Maru
Enn og aftur heyrir maður nafnið á hvalafriðunarsinnanum Paul Watsons nefnt og Sea Shepherd samtökin nefnd þegar kemur að hvalveiðum.

Paul Watsons sigldi skipi sínu á japanskt skip sem var á hvalveiðum í Suður-Íshafinu í gær, reyndi Paul að sjá til þess að nýveiddur hvalur yrði ekki dreginn um borð. Nú stendur hvalvertíð Japana sem hæst og má búast við að fólk megi heyra meira um Paul og Sea Shepherd.  Hvalafriðunarsamtök Paul Watsons hafa um árabil reynt að trufla hvalveiðar Japana og hafa þeir fylgt japanska hvalveiðiflotanum eftir frá því í desember. Engin slys urðu á fólki við þennan árekstur en skutur hvalveiðibátsins skemmdist lítillega.  Ekki er þetta í fyrsta skipti sem Watson beitir skemmdarverkum sér til framdráttar, hann hefur meðal annars unnið skemmdarverk á hvalveiðibátum á Íslandi. Maður spyr sig hvað eigi að ganga langt með skoðanir sínar og gjörðir í tengslum við það sem er leyfilegt? Margir sjómenn eru meðal annars þeirra skoðunar að það mætti veiða meira af hval þar sem hvalir þurfa mikinn fisk sér til fæðu.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir