Hvanndalsbræður í Eurovision - Hrekkur sem gekk aðeins of langt

Hvanndalsbærður, f.v. Valmar, Valur, Pétur og Sumarliði.
Akureyska hljómsveitin Hvanndalsbræður hefur notið gríðarlegra vinsælda undanfarið ár. Lögin þeirra La La lagið og Vinkona hafa mikið verið spiluð á helstu útvarpsstöðvum landsins og var La La Lagið valið 11. vinsælasta lag Rásar 2 árið 2009. Hljómsveitin hefur skapað sér ákveðna ímynd með sérstökum stíl í laga og textasmíð. Á laugardaginn n.k. munu bræðurnir taka þátt í forkeppni Eurovision á RÚV og munu m.a. mæta þar sjálfum Bubba Morteins í hringnum. Við heyrðum í þeim Sumarliða og Vali Hvanndal á dögunum og spurðum þá út í þáttökuna í Eurovision.

„Við vorum búnir að taka upp lag sem að Rögnvaldur Gáfaði átti og hafði gefið okkur eftir að hann hætti í hljómsveitinni í vor segir Sumarliði Hvanndal. „Lagið var eiginlega bara komið ofan í skúffu, við ætluðum ekkert að nota það. Ég ákvað svo að senda lagið inn í Eurovision eiginlega bara til að hrekkja Rögnvald .

Sumarliði gleymdi þessu svo, enda bjóst hann ekki við því að lagið kæmist inn. Því kom það þeim algerlega á óvart þegar þeir komust að því að lagið hefði komist áfram en starfsmaður RÚV hringdi í Rögnvald og tilkynnti honum þessi gleðitíðindi. „Hún (starfsmaður RUV) spurði hann hvort hann væri ekki örugglega sitjandi því hún hafði gleðitíðindi að færa" segir Valur. „Þú ert kominn áfram í Eurovision! sagði hún svo. Þetta vakti ekki mikla kátínu hjá Rögnvaldi sem hafði samband við fyrrum félaga sína í sveitinni og húðskammaði þá, hann var ekki á því að lagið færi í Eurovision.

Það varð þó úr að ákveðið var að láta slag standa og mun Rögnvaldur standa á sviðinu ásamt Hvanndalsbræðrum á laugardagskvöld, „þetta er bara brandari sem er genginn svona langt segja þeir Valur og Sumarliði en þeir segjast vera búnir að æfa í svona samanlagt 40 mínútur fyrir þetta dæmi og ætla að taka þessu létt.

Við skulum svo sjá hvernig þjóðin tekur Hvanndalsbræðrum sem sjálfir taka þessu rólega og ætla bara að hafa gaman af. Við hér á Landpóstinum hvetjum þó alla til þess að kjósa þá! Símanúmerið þeirra verður 900-9002. Áfram Hvanndalsbræður!

Hér getur þú hlustað á lag Hvanndalsbræðra - Gleði og glens.

-Sigurður Þorri Gunnarsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir