Hvar endar línan?

Whitney Houston féll frá síðastliðna helgi, eins og flestir vita en fjölmiðlar ganga ansi langt í umfjöllun sinni um dauða hennar.

Samkvæmt frétt á DV.is og frétt á Smartlandinu á Mbl.is þá kemur fram hvað söngkonan borðaði rétt áður en hún dó eða "síðasta máltíðin", einnig kemur fram í fréttinni á Smartlandinu linkur og ef þú smellir á hann þá getur þú skoðað herbergið hennar Whitney heitinnar og séð hvernig það leit út eftir andlátið, en svo virðist sem að ósvífinn "papparass" hafi komið sér inn á herbergið hennar og tekið myndir af því-eða ég vona að minnsta kosti að lögreglan hafi ekki lekið þessum myndum!

Það sem að mér finnst óhugnalegast í öllu þessu samhengi (fyrir utan andlátið sjálft) er það hversu langt fólk er til í að ganga til þess að koma með "frétt", er frihelgi einkalífsins bara alveg horfin þegar maður deyr, er allt leyfilegt, má þess vegna birta mynd af henni látinni í baðkarinu eða??

Hún var mögnuð söngkona þessi elska og sagði hún meira að segja sjálf í viðtali við Diane Sawyer eitt sinn að hún væri sinn besti og versti óvinur, en hún hafði farið ansi illa með sjálfa sig með dópneyslu og reykingum og var rödd hennar nánast ónýt eftir miklar reykingar.

Nýjasta nýtt er síðan að hún hafi verið ófrísk þegar hún lést samkvæmt frétt Smartlandsins, en þar eru myndir sem þykja sýna óléttumaga á söngkonunni.

Það er hægt að spá og spegúlera endalaust held ég í sambandi við andlát hennar og það virðist vera að við þrífumst á slúðri og smjatti gagnvart fræga fólkinu, það fær ekki einu sinni frið þegar það er farið, en munum að aðgát skal höfð í nærveru sálar og hún á dóttir sem hneig niður eftir fréttirnar af andlátinu samkvæmt frétt á pressan.is.Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir