Hvar eru peningarnir mínir?

Ghostigital

Í ljósi atburða seinustu daga hér á landi hefur hljómsveitin Ghostigital ákveðið að gefa þjóðinni remix af laginu ,,Hvar eru peningarnir mínir".

,,Þetta er líklegast það eina sem fæst ókeypis í einhvern tíma núna," segir í tilkynningu.

Lagið Hvar eru peningarnir mínir? er endurhljóðblöndun sem MoneyMaster gerði af laginu Bank sem var á fyrstu plötu sveitarinnar árið 2003. Lagið er um mann sem man ekki hvar peningarnir hans eru en hann var viss um að þeir væru í umslagi einu.

Af Ghostigital er það að frétta að sveitin er að leggja lokahönd á plötu sem kemur út fyrir jól hjá Smekkleysu. Þá mun hún gefa út nýtt lag í lok þessarar viku og troða upp á Airwaves-hátíðinni um miðjan október.

Hægt er að nálgast lagið hér http://www.ilike.com/artist/Ghostigital/track/Hvar+eru+peningarnir+m%C3%ADnir

 

 


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir