Hvar eru stuttbuxnastrákarnir hans Davíðs núna?

Drengjakór Reykjavíkur
Það vakti undrun mína að sjá fréttir síðustu daga. Jón Ásgeir Jóhannesson hefur eignast Árvak líka. Eftir allt óréttlætið sem hefur yfir almenning gengið þá kom þetta svona eins og bónus. Á sama tíma mælist fylgi Sjálfstæðisflokksins, sem er flokkur hins „frjálsa markaðs” (eins öfugsnúið eins og það getur orðið) með 30% fylgi. Það kemur mér mjög á óvart að fylgi hans skuli mælast yfir 10% eftir allt sem að undan er gengið(t.d. hrun efnahagslífsins).

Það hlítur að vera dálítið súrt fyrir „bláu höndina“ (sem Hallgrímur talaðu um) sem berst fyrir frjálsum markaði, að sjá alla einkareknu fjölmiðlana komna á sömu höndina(þ.e.a.s ekki bláu höndina). Eitthvað finnst mér hæpið að stuttbuxnastrákarnir eigi eftir að hrópa: „einkavæðum RÚV“ úr þessu. Kannki myndu þeir hrópa það ef Björgólfur Thor væri að eignast það. Það skiptir nefnielega miklu máli fyrir allan almenning að allir fjölmiðlar séu undir stjórn sjálfstæðismannsins Björgólfs heldur en „götustráksins“(orð sem Davíð notaði) Jóns Ásgeirs…Eða hitt og heldur.

Þið verðið að afsaka, ég sé engan mun á óréttlætinu ef það er Björgólfs-megin eða Jóns-megin. Óréttlæti er bara óréttlæti sama hvernig það snýr. Þessvegana lýsi ég eftir stuttbuxnastrákunum hans Davíðs og velti fyrir mér hvort þeir séu ekki ennþá á lífi. Ég hef nefnilega hvorki séð þá né heyrt í þeim í fjölmiðlum í dáldið langan tíma núna.

Þá er komið að rúsínunni í pylsuendanum. Ef ég man rétt þá sagði Jón Ásgeir í Silfri Egils, fyrir rúmri viku síðan að hann eigi eftir að vinna á lyftara í Bónus. Stuttu seinna bætir hann við restinni sem er af einkareknu fjölmiðlunum í safnið sitt. Ekki sé ég fyrir mér venjulegan starfsmann Bónus rífa upp seðlaveskið úr rassvasanum og kaupa sér fjölmiðil, bara sí svona, vegan þess að það er mánudagur. Sumt fólk kann bara ekki að skammast sín……..

Ég vil enda pistilinn á útskýngunni á hugtakinu Stuttbuxnastrákarnir hans Davíðs: Það eru Bjarni Ben, Sigurður Kári, Gísli Marteinn, Guðlaugur, Heilbrigðisráðherra(fæ hroll þegar ég skrifa þetta), Hannes Hólmsteinn Gissurarson o.fl. þetta er orð sem félaginn minn fann upp. Ég sé fyrir mér drengjakór og þegar Davíð segir: „einkavæðum“ segja þeir „Halelúja“ allir í kór. Fyrir mér er þetta er allt sami maðurinn, bara mismunandi kennitala.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir