Hver er þessi spengilegi Sprengjudagur?

Samkvæmt elstu heimildum er dagurinn svokölluð "sprengiveisla" fyrir föstuna.

Daginn ber alltaf upp á þriðjudegi á tímabilinu 3. febrúar til 9. mars og er hann 7 vikum fyrir páska.

Hér áður var dagurinn haldinn á sunnudegi en hefur nú færst yfir á þriðjudag og er á milli öskudags og bolludags.

Landinn belgir sig nú út á saltkjöti og baunum og verða eflaust margir rúllandi saddir eftir daginn í dag í framhaldi af bolludeginum sem var í gær og hafa vafalaust margir sporðrennt nokkrum bollum niður til að fagna honum.

Við skulum vona að fólk kunni sér hóf, ef ekki njótið vel og borðið eins og ykkur lystir.

Saltkjöt og baunir, túkall!

Hér má lesa nánar um Bolldag.

Hér má lesa nánar um Sprengidag.

Hér má lesa nánar um Öskudag.

Rannveig Jónína GUðmundsdóttir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir