Hver greiddi upp skuldir DV ?

DV í ólgusjó.
Nýlega fjallaði Viðskiptablaðið um 34 milljóna króna skattaskuldir rekstrarfélags DV og fjallaði um hvernig félagið ætlar að greiða þessar skuldir upp. DV ehf skuldaði um 81 milljón í lok árs 2010 þar sem að Reynir Traustason er stærsti eigandinn með 33% hlut. Eftir að Jón Ásgeir sást ganga út af fundi þeirra DV manna hafa menn haldið því fram að hann hafi greitt upp 34 milljóna króna skattaskuld DV að fullu gegn einhverju sem menn velta sér hvað gæti verið og afhverju hann er nú að daðra við  DV og Reynir Traustason.

Ef nánar er skoðað þá hefur blaðið fjallað lítið sem ekkert um Jón Ásgeir síðustu vikur miðað við undanfarna mánuði, nema það að hafa sett á hann drottningarviðtal og borið fyrir hann nokkrar ýmindar uppbyggjandi valdar spurningar frá hinum almenna lesanda.

Erum við að horfa á hreyfingar á eignarhaldi fjölmiðla eða bara Jón að reyna að stækka samsteypuna sína 365 miðla með því að komast yfir DV.

Fjórða valdið er greinilega eftirsótt á þessum tímum þá sérstaklega þegar að menn þurfa að reyna kaupa sér nýtt mannorð.

Brynjar Eldon Geirsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir