Hvers eiga námsmenn að gjalda?

Eins og flestir vita þá stendur Lánasjóður Íslenskra námsmanna mjög illa, en námsmenn þessa lands standa jafnvel enn verr. 

Námsmenn hafa ekkert val ef þeir ætla að komast í gegnum nám sitt án þess að fá sér atvinnu og lifa í nútíma þjóðfélagi þá verða þeir að treysta á lánasjóðinn. Nýjustu reglur segja það að námsmaður verður að uppfylla þær kröfur að stunda meira en 50% nám eða taka 18 einingar á önn til þess að uppfylla kröfur Lánasjóðsins. Þetta gerir það að verkum að það er ekki auðvelt fyrir námsmenn að stunda vinnu með námi ef þeir ætla að leggja sig í fram á báðum stöðum.

Einnig eru upphæðirnar sem námsmenn fá bara hlægilegar, þetta er lán auðvitað eiga námsmenn að geta sótt um lán sem þeir telja sig þurfa yfir önnina. Nú standa ungir jafnaðarmenn fyrir áskorun um það að lifa á launum námsmanna og þau hafa reiknað það út að námsmaður fái um það bil 1300 kr á dag til að lifa á hvað ef námsmaðurinn lendir í ófyrirsjánlegum útgjöldum eins og til dæmis að fara til læknis og þurfa að kaupa sér lyf? Dæmið gengur engan veginn upp. Það verður að gerast eitthvað rótækt í þessu þjóðfélagi sem við lifum í til þess að hvetja fólk til náms, nám er besta fjárfesting sem einstaklingur getur fjárfest í.  


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir