Hvetjandi launagreiðslur

mánudagsveikindin greidd í burt
Mánudagsveikindi Íslendinga eru orðin víðfræg og þá sérstaklega hjá starfsmönnum stórra fyrirtækja eða ríkisstofnanna sem ekki vinna fyrir sjálfan sig og eru ekki í eigin rekstri.

Þessi staðreynd um mánudagsveikina hefur vakið mig til þess að fara að hugsa um hvort að það sé mögulegt að setja upp meiri hvatningu í launagreiðslur fyrirtækja til þess að fá starfsfólkið á tærnar og fólk sjái ástæðu til þess að rífa sig framúr á mánudögum.

Mín hugmynd væri því eftirfarandi

Ef við tökum starfsmann sem er í  stéttarfélaginu VR og  þá hefur hann áunnið sér rétt eftir eitt ár í starfi hjá sama vinnuveitenda að geta verið veikur  í 2 mánuði á launum á hverju 12 mánaða tímabili eða um 60 daga á hverju starfsári.
Þetta er efni í ansi margar mánudagspestir og jafnvel þriðjudags

En það sem ég var að velta fyrir mér að væri hægt að gera er eftirfarandi

Greiða þeim starfsmönnum sem ekki hafa fullnýtt sína veikindadaga í lok hvers árs þá dagana sem eru ónýttir og þá er verið að verðlauna þá sem mæta betur til vinnu. Auðvitað geri ég mér grein fyrir því að fólk getur verið langveikt eða með veik börn.

Í þessu kerfi væri hægt að greiða hvern veikindadag út frá  % hlutfalli af launum starfsmannsins.

Þetta að mínu mati með nánari útfærslu gæti minnkað mánudagsveikindi landans og skilað fyrirtækjum meiri afköstum.

ps. Fyrir þá sem ætla að vera veikir veljið þá annan dag en mánudag (,

Brynjar Eldon Geirsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir