Hvítur fosfórus

Talið er líklegt að Ísraelar hafi notað hvítan fósfórus í árásum sínum á Gaza. Rannsókn er hafin sannleiksgildi þessara fullyrðingar. Norskur læknir heldur því fram að Ísraelar hafi notað Gaza sem "tilraunastofu" á verkun þess í hernaði. Hvítur fosfórus er efnavopn. Því er skotið í brennandi formi yfirleitt úr þyrlum. Það dreifist svo yfir svæði með vindinum. Það hefur fyrst áhrif á öndunnarfæri þess sem verður fyrir efninu. Það brennir upp öndunnarfærin, fyrst í hálsi og leiðir svo niður í lungu þar sem það svíður upp bifhárinn og eyðileggur getu manneskjunnar eða dýrsins til að anda. Það skiptir ekki máli hvort manneskjan er með gasgrímu því það næsta sem gerist er að efnið leggst á húðina og svíður hana upp. Það má líkja því við að brenna lifandi án elds, eða efnabruni. Eina leiðin til að verjast húðbrunanum er að bera á sig blauta eðju eða annað sem lokar fyrir súrefnis inntak efnisins. Efnið gerir ekki greinarmun á börnum, gamalmennum, dýrum eða heilsuhraustum fullorðnum einstakling.

Vitað er að Ísraelar hafi notað þetta hvítan fosfórus í loftárásum sínum á Lebanon 2006. Bandaríkjamenn notuðu þetta sama efni við innrásina í Falluhja í Írak 11, nóvember 2004, eða nóttina eftir að Bush var endurkjörinn. Þegar þeir reyndu að uppræta vald shitaklerksins Mughtadr al-Sadr á borginni sem oft er kölluð Sadr-city.

Ég spyr er leyfilegt fyrir valdar vestrænar ríkisstjórnir að nota efnavopn?

Myndbandi sem ég set hér að neðan ekki fyrir viðkvæma, en segir samt sögu sem okkur leyfist ekki að vita ekki. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir