Í dulargervi Íslendings

Mynd - facebook síða Stacie
Fyrir rúmum þremur vikum komu hingað til lands 13 nemendur frá University of Washingon í Seattle.  Ferð þeirra hófst í Reykjavík og þegar leið á keyrðu þau um landið og enduðu í höfuðborg landsbyggðarinnar þar sem þau munu dvelja í aðrar þrjár vikur.

Meðal þeirra er Stacie Larsen, blaðamaður Landspóstsins settist niður með Stacie og kynntist henni og hugmyndum hennar um Ísland. Stacie er fædd og uppalin í Seattle og nemur nám í fjölmiðlafræði. Hún er tvítug, er mikil fjölskyldumanneskja og á þrjá eldri bræður. Helstu áhugamál Stacie eru ljósmyndum, að ferðast og tónlist. Stacie heldur sérstaklega uppá íslenska tónlist og nefnir hljómsveitir á borð við Of Monsters And Men, Sigurrós og Sin Fang sem uppáhalds.

Það fyrsta sem blaðamanni langaði að forvitnast um, var álit þessa unga Ameríkana um hina margumræddu skoðum íslendinga að við séum yfirhöfuð ókurteis og kuldaleg þjóð. Það vakti athygli að Stacie er alls ekki á þeim skónum. Henni aftur á móti finnst hinn almenni íslendingur yfirhöfuð mjög kurteis og viðkunnanlegur. Það er sama hvort hún sé stödd í matvörubúð eða í göngutúr, íslendingar virðast mjög almennilegir sama hvert komið er. Það sem blaðamanni þótti enn áhugaverðara var feimni íslendinga í garð Stacie. Hún segir að vegna útlits síns, en hún er með ljósa húð, rautt hár og blá augu sé það nokkuð augljóst að margir haldi að hún sé innfæddur íslendingur. Það er því mjög algengt að fólk hefji samræður við hana en þegar hún svarar á ensku verður fólk kjánalegt, afsakar sig og snarhættir samtalinu. Stacie finnst því íslendingar mega vera duglegri að tala ensku og vera ófeimnir.  

Yfirhöfuð er Stacie mjög hrifin af Íslandi. Hún segir landið að sjálfsögðu mjög fallegt og finnst náttúrufegurðin einstök um allt land, sérstaklega þegar það snjóar. En það eina sem Stacie finnst neikvætt ef þannig má að orði komast er verðlag í landinu. Hún segir verðlag á fötum og mat koma sífellt á óvart og spurði blaðamann hvort hún væri að misskilja verðin á sumum flíkum sem hún hefur furðað sig á. Blaðamaður útskýrði fyrir henni að því miður væri um engan misskilning að ræða. Matvöruverð finnst henni einnig mjög hátt. Stacie finnst mjög gaman að elda heima en finnst leiðinlegt hvað verð á kjöti er hátt hérlendis. Einkennilegast þykir henni hve kjúklingur er dýr, en það er ódýrasta kjötið heima í Seattle. Henni finnst þó íslenskur matur yfirhöfuð góður og er yfir sig hrifin af skyrinu okkar, sérstaklega því með ferskju bragði.

Stacie segir íslenska tungumálið mjög flókið. Hún játar þó ekki spurningu blaðamanns hvort hún telji málið mjög hart og líkist í raun rifrildi heldur en samtali. Heldur segir hún íslenska málið vera mitt á milli. Ekki jafn hart tungumál og rússneska en þó ekki jafn mjúkt og rómantískt eins og ítalska. Hingað til hefur hún ekki lært mikla íslensku en aldrei að vita þó hún reyni á það í framtíðinni. 

Ungi Ameríkaninn er mjög hrifin af íslensku fjölskyldulífi. Hún er mikið vör við það sjá heilu fjölskyldurnar saman og þykir það mjög krúttlegt. Hún telur Ísland vera mjög góðan stað til að ala upp börn, og er það heilluð af landinu að hún gæti vel ímyndað sér að flytja hingað einn daginn.

Að lokum fræddist blaðamaður um nafn-venjur í hennar heimalandi. En eins og alþjóð veit er það siður að við giftingu tekur konan upp nafn maka síns. Fyrir Stacie er það mjög eðlilegt og hún veltir því ekki mikið fyrir sér. Aðspurð segir hún að nöfn einfaldlega deyi ef ekki fæðist drengur til að halda nafninu við. Í hennar fjölskyldu er engin hætta á því þar sem hún á þrjá bræður. Þó eru til dæmi þar sem konur hafa haldið sig við sitt nafn og heitið báðum nöfnunum.  Hún bætir þá við að það sé lítið sem hún geti gert nema vona að eiginmaður hennar muni heita ágætu nafni.

 

 


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir