Í heitu ástarsambandi viđ útvarp

Margrét Blöndal (Mynd: Vikudagur)

- „Ég mun berjast blóðugri baráttu fyrir tilvist útvarpsins,“ segir Margrét Blöndal.

„Mér finnst útvarpið allaf skemmtilegast, og er ekki sammála því að það sé deyjandi miðill.“ Margrét Blöndal er útvarpskona með meiru. Hún segir frá ferli sínum og helstu ævintýrum.

Margrét rifjar upp þegar hún var að byrja í útvarpi. Það gerist fyrir algjöra tilviljun. Hún sækir um skrifstofustarf á Akureyri, en er sagt að fara heim til sín og skrifa útvarpsþátt. Í kjölfarið byrjar ferill hennar og stuttu síðar flytur hún suður. Þar hefst ævintýrið hjá Rás 2.

Margrét hefur komið víða við á ferli sínum. En segir útvarpið heilla hana mest. „Þetta fyrirbæri útvarp hefur ákveðin galdur, semhafa kannski ekki. Það verður gjarnan til eitthvað samband við hlustendur sem er erfitt að ná með öðrum miðla. 

Hún telur útvarp búa yfir sjarma. Það felur í sér að fólki líður eins og það sé einhver hjá því, að það sé ekki einsamalt. Útvarp leyfir hlustendum sínum að nota eigið hugmyndaflug. Hlustendur búa svo til heildarmyndina. Margrét lýsir þessu við að lesa myndabók og hins vegar bók með engum myndum. Það þarf að hafa skapandi hugsun til að geta notið þess að hlusta á útvarp.

Margrét segir bestu regluna í útvarps-bransanum kallast „að koma öllu heim á eldhúsborð.“„Þetta snýst um að snerta einhvern streng í fólki eða lífsreynslu þeirra. Ef það næst, að ná þessum sameiginlega mannlega vinkli, þá hefur vel tekist. Að fólk heima við eldhúsborð skilur um hvað er verið að tala og getur tengst efninu.“ Segir Margrét og bætir við mikilvægi þess að vera vel undirbúinn. Sína viðmælendum virðingu og hlusta á þá.

Stærsta ævintýrið á ferlinum er enn í gangi. Þátturinn Gestir út um allt. Stjórnendur þáttarins eru hún og Felix Bergson. Hann er einu sinni í mánuði, útvarpaður frá Hofi Akureyri. „Þetta er svolítið skrítin þáttur og eitthvað sem hefur aldrei verið gert í íslensku útvarpi,“ segir Margrét brosandi. Þátturinn er vísun í vinsæla útvarpsþætti sem Svavar Gestson var með áður fyrr. Þeir þættir voru teknir upp og klipptir til. En ekki Gestir út um allt. Fyrirmyndin eru Bandarískir þættir sem heita A Prairie Home Companion. Ákveðið var að búa til svipaðan þátt. Gestir út um allt er vel skipulagður þáttur enda vel heppnaður.

Markmið þáttarins er að gleðja fólk. „Við viljum gleðja fólk, og gera það eins vel og við getum. Að hlustendum okkar bæði heima og í Hofi líði pínulítið betur eftir þáttinn heldur en þeim leið áður.“ Áhorfendur í salnum er hluti af þættinum. Það samband á milli þeirra á sviðinu og áhorfenda er heildarpakkinn. Fólkið í salnum er okkar fólk segir Margrét og það er partur af „prógramminu“. Gestir í þættinum er allskonar fólk, bæði þekkt og minna þekkt. „Okkur finnst að þær stjörnur sem við Íslendingar eigum, geti alveg eins að vera í Hofi og í Hörpu.

Fyrsti þátturinn fékk góð viðbrögð. Margrét fær það strax á tilfinninguna að þættinum verði vel tekið. Allir þættir eru sérstakir. Hver er með sínu sniði en grunnhugmyndin sú sama. „Fólk kemur þarna til að gleðja aðra og reyna að gera það eins vel og hægt er,“ segir Margrét.

Að lokum segir Margrét að vinna með Felix Bergsyni einstaklega skemmtilegt. „Við þekkjumst vel og „kemestríið“ á milli okkar er gott. Treystum hvort öðru og æfum alltaf mjög vel.“ Hún segir það vera risa lottó vinningur að hafa samstarfsmann eins og Felix. „Við vissum það líka strax þegar við byrjuðum að vinna saman, að þetta mundi ganga vel upp.“ Segir Margrét hress í bragði eins og hún kemur fyrir.

„Það er eins og þau séu eldgömul hjón þau vinna svo vel saman.“ Segir Kristín Einarsdóttir um samstarf Margrétar og Felix. Kristín er fjölmiðlafræðinemi við Háskólann á Akureyri. Hún er aðdáandi þáttanna og hefur verið gestur í Hofi. Kristín segir þetta vera ómissandi hluta af helginni. „Hiklaust uppáhalds helgarnar mínar þegar ég fer í Hof,“ segir Kristín með bros á vör.

 


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir