Í hvaða bílastæði leggja heilbrigðir fætur ?

Ég var stödd í sundi fyrir nokkrum árum og var ekki fyrr sest í heita pottinn þegar ég verð vitni af líflegum umræðum á milli þriggja eldri kvenna.

Einni var heitt í hamsi þegar talaði um hvað henni finnist gremjulegt þegar hún sæi unglingana leggja í stæðin sem eru næst sundlauginni sem eru svo léttir á fæti og skokka yfir svellið og hlaupa síðan í sundklefann. Oft þurfi hún gigtarsjúklingurinn að leggja langt í burtu, taka hænuskref yfir svellið og vonast til að brjóta sig ekki í leiðinni, þetta væri hreint út sagt óþolandi. Þarna sat ég og hlustaði og hugsaði um hvað hún sagði og fattaði að þetta gerði ég sjálf, ég keyrði bílinn oft einn til tvo hringi bara til að ná stæði sem allra næst staðnum sem ég væri að fara á samt eru mínir fætur alveg heilbrigðir.

Mér leið eins og ég væri að uppgötva eitthvað mikilvægt og eitthvað sem mér hafði hreinlega aldrei dottið í hug áður. Ég þekki lítið sama sem ekkert til gamals fólks en bara að verða vitni af þessari umræðu uppgvötaði ég að það væri hægt að læra ýmislegt um tillitssemi við eldri borgara með að hlusta á þá. Annað sem ég gerði líka sem er mun áminningsverðara að mínu mati er að ég lagði stundum í stæði fyrir framan hús sem er beint fyrir framan göngustíginn við inngang húsins. Síðar meir heyrði ég af því að þessi stæðu ættu alltaf að vera opin, því ef sjúkrabíll kæmi þyrfti hann gott aðgengi að inngangnum með sjúklinginn.

Þetta hafði mér heldur aldrei dottið í hug, núna er ég að reyna taka mig á og hugsa mig tvisvar um hvaða stæði ég legg í með tillitsemi við aðra að leiðarljósi. Tel ég það ekkert vera vitlausa hugmynd fyrir okkur sem búum á jafn köldu og ísilögðu landi að hreinlega merkja nokkur hentug bílastæði fyrir eldri borgara.

Guðfinna Árnadóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir