Icesave gleðin

Mynd: humor.gunaxin.com

Núna fer að styttast í að þjóðin fái að kjósa um Icesave samningana og eins og búast mátti við er umræðan einstaklega ó málefnaleg og leiðinleg. Fullorðið fólk veður um fjölmiðlana og bunar útúr sér upphrópunum og órökstuddum fullyrðingum um málið og ætlast svo til að allir séu því sammála. Auglýsingar eru birtar sem segja manni nákvæmlega ekkert um málið. Hamrað er á því að ef maður gerir ekki eins og auglýsingin segir manni að gera muni allt fara til andskotans og Ísland mun sökkva í sæ.

Líklega ætla flestir að spila með í þessari vitleysu og kjósa um þetta mál sem enginn virðist skilja. Ég er hinsvegar svo þver að ég fer alveg í baklás þegar svona rugl er borið á borð fyrir mig. Ég læt ekki bjóða mér upphrópanir, og jafnvel hótanir. Reyndar á kynningarefni bráðum að berast inn á öll heimili þannig að maður geti kynnt sér þetta eitthvað meira. Samt sem áður efast ég um að það muni hafa úrslita áhrif á útkomu kosningunum enda má búast við en öflugri áróðri þegar nær dregur.

Frægur einræðisherra sagði einusinni að ef maður hefur lygina nógu stóra og hamrar á henni nógu oft mun henni verða trúað. Í þessu máli held ég að það gæti endað þannig að sá sem fari eftir þessu muni fá sitt í gegn.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir