Innblásturinn í barnæsku

Einu sinni ætlaði ég að verða eins og Astrid Lindgren þegar ég yrði stór – þó ég hélt reyndar lengi framan af að Astrid væri karlmaður. Ein fyrsta almennilega bókin sem ég las sjálf var Lotta flytur að heiman. Hana las ég spjaldanna á milli í tíma og ótíma enda Lotta svo skemmtileg persóna, eins og reyndar allar persónurnar hennar Astridar.
Nú eru 70 ár síðan fyrsta bókin um Línu langsokk kom út. Þessi saga hefur lifað kynslóð eftir kynslóð enda var Astrid mjög klár í að skapa persónur sem eldast vel og börn af ölllum kynslóðum eiga auðvelt með að tengja við. Lína var tíður gestur á mínu heimili, hvort sem það var í gegnum bækur eða myndirnar. Ronju Ræningjadóttur horfði ég líka á þangað til að spólan brann yfir – og alltaf var jafn erfitt að gráta ekki yfir atriðinu þegar Matthías öskrar; Ég á ekkert barn!
Já, það má segja að Astrid Lindgren hafi verið stór partur í æsku minni og án efa mikill innblástur og fyrirmynd í því sem ég vil taka mér fyrir hendur í framtíðinni.    

 

. 
Astrid Lindgren


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir