Innbrot og þjófnaður á Akureyri

mynd: google.com
samkvæmt vef lögreglunnar var síðastliðna nótt brotist inn í Leikskólann Krógaból við Bugðusíðu á Akureyri. Þaðan var stolið meðal annars fartölvu, hljómborði, skanna og stafrænum myndavélum.

Þessa sömu nótt var einnig brotist inn í húsnæði Brimborgar við Tryggvabraut og þaðan stolið lítilræði af peninginum. Þjófurinn eða þjófarnir stálu einnig Ford Mondeo fólksbifreið árgerð 2011. Þessi bifreið er brún að lit og hefur skráningarnúmerið OO M86. Eru þeir sem hafa orðið bifreiðarinnar varir eða vita hvar hún er niðurkomin vinsamlegast beðnir um að láta lögregluna á Akureyri vita í síma 464-7705.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir