Illa farnir og Justin Bieber

Brynjólfur og Davíđ

Myndbandiđ viđ lag Justin Bieber, ,,I’ll show you”, sem kom út 2.nóvember síđastliđinn, var eins og margir vita allt tekiđ upp á Íslandi. Í myndbandinu sést Bieber fara víđa um Suđurlandiđ, m.a. viđ Seljalandsfoss, í Fjađrárgljúfri á Sólheimasandi og vađa í Jökulsárlóni.
Ţađ sem ekki allir vita er ţađ ađ hugmyndin á bakviđ myndbandiđ kemur frá vinunum Davíđi Arnari Oddgeirssyni og Brynjólfi Löve Mogenssyni.

Davíđ og Brynjólfur hafa gert ţađ gott ţetta áriđ međ vefţáttum sínum ,,Illa farnir” sem ađgengilegir eru á vef Vísis. Ţeir hafa ferđast um landiđ vítt og breitt ásamt upptökumanni og tekiđ upp hin ýmsu ćvintýri. Ţeir nota međal annars dróna viđ upptökur sem fangar náttúruna á einstakan hátt.

Ađspurđur um hvernig ţeir félagarnir hafi komist í samband viđ Bieber segir Davíđ ađ kunningi hans frá Kaliforníu hafi fylgst međ ţáttunum í gegnum Facebook. ,,Hann hefur unniđ međ ýmsum stjörnum ţarna úti í skemmtanageiranum. Ţrátt fyrir ađ hann skildi ekki orđ af ţví sem viđ vorum ađ segja ţá ţótti honum myndefniđ af landinu okkar svo skemmtilegt og fallegt. Hann fór ađ sýna fólki ţćttina okkar svo kemst ţetta einhvern veginn í hendurnar á fólki sem er ađ vinna fyrir Bieber.”

Davíđ segir ađ mađur sem vinnur hugmyndavinnu fyrir Bieber hafi ţá haft samband viđ ţá í gegnum Skype. ,,Sá hafđi veriđ búinn ađ horfa töluvert á ţetta ţví hann var búinn ađ skrifa niđur punkta um ţá stađi sem viđ höfđum veriđ á og hann vildi nota í myndbandiđ. Viđ einfaldlega sögđum frá nákvćmlega frá ţeim stađsetningum í ţáttunum sem spurt var um. Síđan spurđum viđ hvort Bieber vćri búinn ađ sjá ţćttina og ţeir svöruđu ţví játandi”.  Davíđ og Brynjólfur komu ţví ekkert ađ myndbandinu sjálfu hjá Bieber en ţađ er augljóslega undir töluverđum áhrifum frá ţeim.

Davíđ segir myndbandiđ vera keimlíkt ţáttunum sem ţeir tóku upp á Suđur- og Austurlandi, nokkur skot hafi meira ađ segja veriđ alveg eins. Hann segir ţetta hafa veriđ mjög gaman fyrir ţá og á sama tíma og hvetjandi ađ Justin Bieber sjálfur sé ađ ,,copy-a” ţá. Hann segir ađ međ ţessu hafi áhorfendahópur ţeirra hafa stćkkađ ađeins og séu ţónokkrir Beliebers ţar á međal.

HÉR má sjá myndband sem sýnir líkindin á milli ţáttanna og myndbands Biebers.

 


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir