Flýtilyklar
Ingólfssvell í desember
Nova mun í samstarfi við Samsung reisa 400 fermetra skautasvell á Ingólfstorgi í Reykjavík í desember. Framkvæmdir eru í gangi en áætlað er að skautasvellið muni opna formlega klukkan 20.00 þann 1. desember. Ingólfstorg hefur undanfarin ár hýst jólaþorpið en þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem reist er skautasvell á svæðinu.
,,Nova bauðst til þess að sjá um þetta og þetta þýðir að hluti Ingólfstorgs verður skautasvell og hluti verður jólamarkaður," segir Hjálmar Sveinsson, formaður Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar í viðtali við Vísi
Leiga á aðbúnaði mun vera á staðnum en hægt er m.a. að leigja skauta og hjálm á 990 kr á meðan enginn aðgangseyrir er inn á svellið sjálft. Í kringum skautasvellið mun svo rísa hið árlega jólaþorp en þó í minni mynd en áður. Í jólaþorpinu er hægt að versla allskyns jólavörur og í hátölurunum mun jólatónlistin óma. Opnunartímar á skautasvellið má sjá með því að smella HÉR.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
Athugasemdir