Ingólfssvell í desember

Mynd: Anton/Vísir

Nova mun í samstarfi við Samsung reisa 400 fermetra skautasvell á Ingólfstorgi í Reykjavík í desember. Framkvæmdir eru í gangi en áætlað er að skautasvellið muni opna formlega klukkan 20.00 þann 1. desember. Ingólfstorg hefur undanfarin ár hýst jólaþorpið en þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem reist er skautasvell á svæðinu.

,,Nova bauðst til þess að sjá um þetta og þetta þýðir að hluti Ingólfstorgs verður skautasvell og hluti verður jólamarkaður," segir Hjálmar Sveinsson, formaður Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar í viðtali við Vísi

Leiga á aðbúnaði mun vera á staðnum en hægt er m.a. að leigja skauta og hjálm á 990 kr á meðan enginn aðgangseyrir er inn á svellið sjálft. Í kringum skautasvellið mun svo rísa hið árlega jólaþorp en þó í minni mynd en áður. Í jólaþorpinu er hægt að versla allskyns jólavörur og í hátölurunum mun jólatónlistin óma. Opnunartímar á skautasvellið má sjá með því að smella HÉR.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir