Flýtilyklar
Þúsundir kvenna lögðu niður störf í dag
Þúsundir kvenna lögðu niður störf og nám í dag klukkan 14:38 í tilefni kvennafrídagsins, sem partur af mótmælum gegn kynjamisrétti og fyrir jöfnum kjörum. Í yfirlýsingu KJARAJAFNRÉTTI STRAX! fundarins segir:
"Meðalatvinnutekjur kvenna eru 70,3% af meðalatvinnutekjum karla. Konur eru því með 29,7% lægri tekjur að meðaltali. Samkvæmt því hafa konur unnið fyrir sínum launum eftir 5 klukkustundir og 38 mínútur miðað við fullan vinnudag frá kl. 9–17. Daglegum vinnuskyldum kvenna er því lokið kl. 14:38."
Stærsti fundurinn var haldinn á Austurstræti, en þar stýrðu Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Katrín Halldóra Sigurðardóttir sannkallaðri hátíðardagskrá þar sem boðið var upp á ræðuhöld frá kynslóðum kvenna, meðal annars frá Guðrúnu Ágústsdóttur, ein af stofnendum Rauðsokkahreyfingarinnar. Ásamt ræðuhöldunum voru leiknir ljúfir tónar, en Fram komu hljómsveitin Eva, Brynhildur Björnsdóttir söngkona og Aðalheiður Þorsteinsdóttir, og Ellen Kristjánsdóttir og dætur.
Einnig voru baráttufundir haldnir á Akureyri, Bolungarvík, Egilsstöðum, Grundarfirði, Hellu, Höfn í Hornafirði, Ísafirði, Neskaupstað, Patreksfirði, Sauðárkróki og Þorlákshöfn.
Þann 25. október ætla síðan konur í MA og VMA að halda kvennafrídaginn hátíðlegan, þar sem vetrarfrí í skólunum hefur staðið í vegi fyrir almennum vinnudegi. Nálgast má atburðinn á Facebook hérna.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
Athugasemdir