Flýtilyklar
Rjúpnaskyttan fannst heil á húfi
Tilkynning um að maðurinn sem um ræðir væri týndur barst klukkan átta á föstudagskvöldið. Maðurinn gekk til rjúpa frá sumarhúsabyggðinni í landi Einarsstaða á Héraði, þar sem hann hafði farið frá veiðifélögum sínum og óskað var eftir aðstoð þegar hann skilaði sér ekki til byggða fyrir myrkur.
hann fannst af björgunarsveitamönnum á vélsleðum þar sem hann var á gangi með hundi sínum á austanverðum Ketilsstaðahálsi upp úr klukkan tíu í morgun, samkvæmt tilkynningu frá Landsbjörgu.
Um 440 björgunarsveitarmenn komu að leitinni og einnig var notast við þyrlu Landhelgisgæslunnar. Veður á leitarsvæðinu hefur verið afar slæmt slæmt og aðstæður reyndust erfiðar fyrir björgunarsveitarfólk.
Enn er ekki vitað hvort maðurinn hafi náð að veiða rjúpu, eða hvort ferðin reyndist fýluferð.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
Athugasemdir