Flýtilyklar
Stjórnarviðræðum Sjálfstæðsiflokksins, Viðreisnar og Bjartrar Framtíðar úr myndinni
Flosnað hefur upp úr stjórnarviðræðum Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar Framtíðar, en viðræðurnar hafa staðið yfir síðstaliðna viku.
ACD-stjórn er því út úr myndinni eins og er, en Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar sagði, að aðildarumsókn að Evrópusambandinu og sjávarútveigsmál hafi verið ásteytingarsteinn í viðræðunum. „Þetta stendur fyrst og fremst á þessum tveimur málum,“ segir Hanna Katrín á Facebook og Óttar Proppé formaður Bjartrar framtíðar tekur í sama streng.
Skrifstofa forseta Íslands gaf út þessa yfirlýsingu klukkan 7 í dag:
„Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson átti síðdegis fund með Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins sem farið hefur með stjórnarmyndunarumboð. Eftir þann fund ræddi forseti við forystufólk allra þeirra stjórnmálaflokka sem eiga fulltrúa á Alþingi.
Forseti hefur í kjölfarið boðað Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, til fundar við sig á Bessastöðum kl. 13:00 á morgun, miðvikudaginn 16. nóvember 2016.“
Vænta má að Katrínu sé boðið á fundinn í þeim tilgangi að veita henni formlegt stjórnunarumboð, en hún hefur lýst yfir því að hún vilji leiða stjórn skipaða frá miðju til vinstris. Hvort henni takast það mun koma í ljós á næstu dögum eða vikum.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
Athugasemdir