Flýtilyklar
Rúmlega 25 þúsund krónur boðnar í sokkana hans Guðna
Mynd: Ebay
Nú þegar hafa 12 tilboð borist í sokkapar og bindi sem Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, gaf í fjáröflun Dropans, styrktarfélags barna með sykursýki. Ágóðinn fer til söfnunar fyrir árlegum sumarbúðum barna og unglinga með sykursýki.
Í frétt á RÚV.is kemur fram að uppboðið sé haldið á ebay, undir yfirskriftinni: Uppáhalds bindi og sokkar forsetans. Bindið er með apamynstri og bar Guðni það í sumar í heimsókn á Sólheima, sem var fyrsta opinbera heimsókn hans í embætti forseta. Í lýsingu uppboðsins er svo tekið fram að munirnir séu notaðir en í vel nothæfu ástandi.
Enn eru fimm dagar eftir af uppboðstímanum, svo ekki er ólíklegt að upphæðin eigi enn eftir að hækka.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
Athugasemdir